Botnleðja - Iceland National Park Botnleðja er íslensk hljómsveit sem saman stendur af þremur íslenskum hraustmennum: Ragga, Heiðari og Halla. Raggi er bassistinn, Heiðar mundar gítarinn en Halli ber húðirnar. Botnleðja hefur gefið út fimm diska: Drullumall, Magnyl, Fólk er fífl, Douglas Dakota og loks Iceland National Park.

Iceland National Park samanstendur af 13 rafmögnuðum lögum. Reyndar fylgir eitt aukalag en hvað með það. Hér er lagalisti:
1. 2 isk a day
2. Brains, balls and dolls
3. I'll make you come
4. Over and out
5. Monster
6. Country and western
7. 50/50
8. Broko
9. Throat
10. Wife check
11. Lay your body down
12. Human click track
13. Hotstop
+ eitt aukalag.

Lögin eru öll mjög skemmtileg með hressum textum og flottum bassa og gítar og trommurnar eru ekki af verri endanum. Þessi plata er í alla staði afar vönduð og skemmtileg.
Hún er gefin út úti í heimi og mér finnst því coverið dálítill mínus. Hvers vegna þurfti beri karlinn framan á að vera með trölla-grímu. Þá halda allir að Íslendingar séu einhver tröll.

Persónulegt uppáhald er Broko. Flottur gítar og flottar trommur. Ekki spillir söngurinn hans Heiðars heldur.

Þessi plata fær 9.5 af 10 mögulegum.

Kv. torpedo