Halldór Laxness - Mínus Í þessari grein ætla ég að fjalla um þriðju breiðskífu hljómsveitarinar Mínus, Halldór Laxness. Þessi plata er að mínu mati ein sú besta sem Ísland hefur alið af sér.

1. Boys of winter. Diskurinn byrjar frábærlega á þessu magnaða lagi. Öruggt lag með góðu viðlagi. Þetta er samt ekki lagið sem er gott live vegna sándsins á röddini hans Krumma. Frábær endakaflinn í þessu lagi.

2. Who´s Hobo. Lagið byrjar með flottum gítar svo magnast allt. Mjög flottur rólegi kaflinn í þessu lagi, sérstaklega bassinn. Frábær texti í þessu lagi og þetta er eitt besta lag disksins.

3. Romantic exorcism. Þetta er lagið sem allir kannast við og ekki þarf að segja neitt um það, nema að það var betri útgáfa af því i myndbandinu.

4. Angel in disguies. Byrjar með skemmtilegum bassa. Frábær texti í þessu lagi og allt virkar eins og venjulega. En gaman er að geta þess að þeir voru að taka uppmyndbandið við þetta lag og það verður komið í spilun bráðum.

5. Flophouse nightmares. Þetta er besta lag disksins að mínu mati. Geðveikur söngur hjá Krumma og gítar-riffið magnað. Trommurnar mjög skemmtilegar. Þetta lag er það kraftmesta á disknum. Ég held að þeir hafi kallað æfingarhúsnæði sitt þessu nafni.

6. Here comes the night. Flott lag hér á ferðinni með flottu viðlagi og textinn klikkar ekki.

7. The long face. Frekar rólegt lag. Mjög flottar trommur í þessu lagi og Krummi fer á kostum. Kannski ekki týpíska Mínus lagið en gott lag.

8. My name is cocaine. Geðveikt lag hér á ferð. Textinn í þessu lagi er sá besti á disknum.

9. The ravers. Gott lag með skemmtilegu millikafla.

10. I go vertigo. Lélegasta lagið á disknum að mínu mati og nenni ekki að skirfa um það.

11. Insomniac. Annað rólegt og gott lag.

12. Last leaf upon the tree. Eina lagið sem er sungið af öðrum en Krumma. Skemmtilegt að fá þetta lag á diskinn og mjög gott. Söngkonan heitir katiejane garside

Ég gef þessari 9 af 10