Í tilefni þess að Iceland Airwaves hátíðin er á næsta leiti, býður HLJÓÐVERKöllu íslensku tónlistarfólki frábær kjör á upptökum og eftirvinnslu á tónlist dagana 20.okt - 5.nóv.

Tilboðið er svohljóðandi:
Klst. í hljóðverinu m/hljóðmanni á aðeins 5.000 kr í stað uppsett verðs (8.000 kr.)

Tilboðið gæti komið sér að góðum notum fyrir tónlistarfólk og hljómsveitir sem vilja taka upp efni í frábærum gæðum, eða láta hljóðvinna tónlist sína fyrir erlendu pressuna og/eða bransafólk á Airwaves 2013.

Einnig er tilboðið opið öllu tónlistarfólki sem kemur ekki fram á Airwaves í ár.

HLJÓÐVERK er nýtt og glæsilegt stúdíó sem sérhæfir sig í upptökum og eftirvinnslu á tónlist. Hljóðverið er staðsett að Tunguhálsi 17 110 Rvk og samanstendur af glæsilegum upptökusal með 7 metra lofthæð, sérhönnuðu hljóðblöndunarrými með frábæru 32.rása analog upptökuborði, söngklefa og masteringarsvítu. Einnig býr fyrirtækið yfir einu glæsilegasta hljóðnemasafni landsins.

Aðstaðan er fyrsta flokks og einnig eru starfsmenn fyrirtækisins faglærðir hljóðmenn með áratuga reynslu í tónlistarbransanum. 

www.hljodverk.is
hljodverk@hljodverk.com
sími: 571-3131
HLJÓÐVERK | Tunguhálsi 17 | 110 Reykjavík | Tel: +354 571 3131