Á því herrans ári 1995 kom rappslagari á sjónarsviðið sem að breytti allri menningarsögunni eins og við þekkjum hana.  Margir heiðursmenn reyndu að gera tilkall til krúnunnar þetta árið;  Coolio gaf út Gangsta’s Paradise,Tupac og Dr. Dre reyndu að meika það með California Love en ekki einn einasti af þeim var með tærnar þar semSara Dís & Þorvaldur Davíð geymdu rasshárin.

Skólarapp var tvímælanlaus Gamechanger og hefur haft áhrif á rapp mógúla eins og Erp Eyvindason og Mc Gauta eins og augljóslega má heyra í laginu þeirra Við elskum þessar mellur.
En þrátt fyrir vinsældirnar, áhrifin og almenna svalleikann er eitt hefur alltaf angrað mig.  Í laginu má  heyra alveg óheyranlega mikið af spurningum en ekki einni einustu er svarað.  Einu staðreyndirnar sem koma fram eru að kýr hafi “laka, vinstur, vömb og kepp” og að kennarinn hafi skroppið á klósettið.  En hvað með allt hitt?!
 
Nú er nóg komið af þessari óvissu. Skólabörn lífsins, nær og fjær, 
hérna eru svörin við þessum 15 spurningunum sem hafa legið á okkur öllum í meira en áratug.  Gjöriði svo vel.  

Smellið hér fyrir listann