Til Sölu.
Megas Allur 1986

Einstaklega vel farið eintak af kassanum
Megas allur sem var gefinn út 1986.

Mjög sjaldgæfur og eigulegur gripur.

10.000 kr.

Hitt leikhúsið stóð að hátíðarútgáfu á verkum Megasar vorið 1986 í einum kassa undir heitinu Megas allur.
Þar voru allar plötur hans frá 1972 til '79, auk tveggja nýrra platna. Nefndist sú fyrri Gult & svart - andinn, en þar var hljómleikaupptaka af flutningi Megasar á Passíusálmunum frá 1985. Seinni platan Gult & svart - holdið, geymdi nýjar og eldri upptökur af lögum Megasar frá ýmsum tímum, þ.á.m. nokkur lög sem hann hljóðritaði með Ikarusi.