Oft þegar maður heyrir kóra nefnda í dag, ímynda flestir sér það vera hóp af misfölsku fólki með grátt hár og gleraugu, að reyna að kyrja saman eitthvað sem nefnst gæti lag. …Eða lagleysa.
…En svo er einfaldlega ekki.
Það eru margir kórar starfandi á landinu í dag!
…Karlakórar, Kvennakórar, Samkórar, Kirkjukórar, Kammerkórar, Unglingakórar, Barnakórar ecc.

Mér þykir skemmtilegt frá því að segja að ég var stödd á kórtónleikum áðan. Þar voru um 5 ungir drengir í karlakór, sem mér finnst góð þróun, þar sem fátt er jafn gott fyrir sálina, en að syngja saman í hóp. Sumir segja að það sé besta geðlyfið.

Alltaf þegar ég var yngir, þá var mjög ríkjandi afstaða fólks í kring um mig, s.s. á mínum aldri að það að syngja í kór væri mjög hallærislegt. (Ég vil meina að einhverjir laglausir hafi innleitt þá hugmynd)

En já, bara upp á grínið…
Eigið þið ykkur einhverja uppáhalds kóra?

[Eða hlustið þið e.t.v. ekkert á kórsöng?]
Ég veit það ekki… en einhverra hlutavegna vil ég meina að það sé hápunktur karlmennskunnar að standa saman og syngja lög á borð við: Nessun Dorma, Torena, Sprett eða Brennið þið vita, af þeim krafti sem til þarf!

En blahh! Mínir uppáhalds, eru t.d. Karlakórinn Heimir, Karlakór Reykjavíkur, Samkór Kópavogs, Samkór Mýramanna, Kammerkórar Norðurlands og Vesturlands.

…En já, mér s.s. leiðist Kvennakósöngur! …Það vantar allan botninn.
Það er enginn tilgangur með lífinu ….það ert þú sjálf/ur sem skapar hann