Nýja Jeff Who Platan er ekki allra sú besta en hún er góð á köflum en að mínu mati standa 3 lög uppúr en 2 af þeim eru þegar orðin ofspiluð af útvörpum reykjavíkurborgar.

Lögin Congratulations,The Great Escape og She's Got The Touch.
eru að mínu mati þau bestu á plötunni og að öðru leiti finnst mér hún ekki ná neinu flugi.

Það sem einkenndi fyrri Plötu þeirra Death before Disco voru eintómir slagarar og öll lögin voru nokkuð lík og að nokkru leiti gerist það sama á nýju plötunni öll lögin eru nokkuð lík.

Það sem ég væri samt til í er að Bandið reyni fyrir sér Íslenska textasmíði því þessi enska er stundum virkilega einföld og leiðinleg.

takk fyrir.