Daginn.
Ég uppgvötvaði nýlega íslenska hljómsveit sem mér líkar mjög vel við, en svo virðist sem að ég sé að uppgvötva hana alltof seint. Hljómsveitin heitir/hét Tenderfoot, en ég fæ hvergi á netinu staðfestingu um að sú ágæta hljómsveit sé enn starfandi eða ekki.

Ég er búinn að hlusta talsvert á lögin á myspace síðu þeirra, en ég hef áhuga á að kaupa alla plötuna en eina leiðin sem ég hef séð er að kaupa hana á tonlist.is, en ég vill frekar eiga hana á geisladisk.

1. Er Tenderfoot enn starfandi?
2. Er Without Gravity fáanlegur í einhverjum plötubúðum á Íslandi??

með fyrirfram þökk…
I