Hvað finnst ykkur? Hvað er ykkar uppáhalds íslenska lag allra tíma?? :)

Sjálfur hef ég gaman af svo mörgu og ég hlusta mikið á mismunandi íslenska tónlist, meira en erlenda held ég að mér sé óhætt að segja.

Hef alltaf haft gaman af sígildum lögum eins og Lítill drengur frá Vilhjálmi Vilhjálms, Svört sól frá Sóldögg sem og einhverja dægurlagatónlist.

En ég held að mér sé samt sem áður óhætt að tilgreina mitt uppáhaldslag frá Íslandi. Sem 4 ára krakki elskaði ég þetta lag og ég tel það stóran part af því að ég elska það lag enn þegar ég gróf það aftur upp fyrir nokkrum dögum. Þetta er lagið “Þegar sólin er sest” í flutningi frá Ara Jónssyni. Margir hugsa eflaust hvað það er spes að 4 ára drengur elski lag sem þetta en þetta lag hlustaði ég á aftur og aftur og aftur, og þegar lög verða svona eins og prófíllinn manns nánast að þá verður ekki aftur snúið, þá færðu ekki beint ógeð af laginu, gróf það upp aftur fyrir nokkru síðan og fékk þvílíkt flashback :Þ

Ef að gerð yrði heimildarmynd um mig væri þetta umsvifalaust titillagið í þeirri mynd enda er þetta lag mér alltaf ofarlega í huga þegar ég hugsa um æsku mína sem krakki úti á landi :Þ