Ég er íslenskur nemandi við Háskólann í Kaupmannahöfn og er að vinna að verkefni um sjónvarpsþáttinn Idol-stjörnuleit á Íslandi og íslenska idol-aðdáendur. Í tengslum við verkefnið er ég nú að leita að ungum idol-aðdáendum sem væru til í að leyfa mér að taka við sig viðtal.

Viðmælendur þurfa að vera á aldrinum 11-17 ára og vera ófeimnir við að segja frá sjálfum sér og deila hugmyndum sínum og skoðunum á efninu. Hvert viðtal tekur ca. 20-40 mínútur.

Ef þú telur sjálfan þig vera aðdáanda þáttanna og/eða einhverra ákveðinna idol-stjarna (eða hafa verið það, þegar þættirnir voru í gangi) þá vil ég endilega heyra frá þér, annað hvort hér á Huga (svar eða einkaskilaboð) eða þá gegnum email: sigrunis@m1.stud.ku.dk

ps. Ef þetta á ekki við þig, en þú þekkir einhvern sem væri líklegur til að vilja taka þátt, þá þætti mér vænt um að þú bentir honum á þennan kork :)
I can't do everything, but I'd do anything for you…