Bubbi er vafalaust áhrifamesti tónlistamaður þjóðarinnar. Frá honum hefur komið tónlist sem talar til manns og kennir manni margt um raunveruleikann.

En hvað varð um Bubba?

Eftir að kallinn hætti í dópinu og fór í auglýsingaleik ásamt Idol ruglinu, þá hefur ekki komið frá honum eitt einasta vel samið lag. Hann er kominn yfir í drepleiðinlegan hamingjutrans og syngur nú um hvað lífið er æðislegt. Lífið er ekki æðislegt, lífið er ömurlegt, er það ekki það sem þú varst að reyna að segja okkur?

Áróður á pólitík og heimurinn að farast, er að farast. Allt sem ég elskaði við Bubba er farið!

Það sannast enn og aftur að tónlistarmenn í dópi semja betri tónlist, svo lengi sem menn eru í tómu rugli og lífið er ömurlegt þá hafa menn eitthvað til að semja um, að semja verður þeirra bæn sem léttir á sálu þeirra, bæði tónlistin og textarnir verða betri.

Bubbi, komdu aftur og hættu þessu rugli!
Kíkið endilega á síðuna mína www.folk.is/nixey