Ég hef velt því fyrir mér undanfarið með tveimur félögum mínum sem eru mikið inní tónlist og hafa svipaðan smekk og ég um íslenska tónlist. Okei, hvað er málið, við horfum uppá hljómsveit eins og Nylon vera að meika það úti. Af hverju eru ekki hljómsveitir á borð við Ampop, Dikta, Jeff Who? og Leaves að fá eins mikla athygli. Reyndar veit ég að Leaves hafa alveg fengið að spreyta sig á Bretlandi og víðar en að hljómsveit eins og Nylon sé að meika það betur en hljómsveit á borð við Jeff Who? sem fyrir um meira en hálfu ári síðan gaf út disk sem ég á sem ég hef ekki enn fundið lélegt lag á! Ég hélt bara að hljómsveit sem byrjar lagið sitt á línunum „Vakna í skólann kl. 7” myndi alls ekki meika það úti í heimi. Auk þess semja þær lögin ekki sjálf en veit ekki með textana. Eina sem þær gera er að standa uppá sviði og syngja lög eftir „aðra”.