Ég heyrði eitt lag af diskinum ‘Swallowed a Star’ með Daníel Ágústi (GusGus) í útvarpinu um daginn, eða lagið The Moss, og ákvað að ég hreinlega yrði að eignast þennan disk. Ég keypti mér hann síðan núna um daginn og er búin að hlusta á hann öllum stundum síðan.

Falleg tónlist með flottum söng. Frábærir “instrumental” kaflar, og mörg lögin hafa sömu tilfinninga-áhrifin á mig eins og Sigur Rós gerir. Mér finnst mörg lögin bjóða upp á nokkurs konar bland af því besta í íslenskri tónlist, en ég nem brot af áhrifum frá Sigur Rós, Björk og svo auðvitað GusGus í flestum laganna.

Þeir sem hafa áhuga á ofannefndri tónlist, endilega kynnið ykkur ‘Swallowed a Star’! Ég mæli endregið með því!
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'