Þriðjudaginn 21. Mars kl 8 eru tónleikar í I og T húsinu á Stangarhyl 4 (Árbæ) hjá hljómsveitinni Hálsull. Bara fyrir 8. og 9. og 10. bekkinga, en það er frítt inn. Unglingablaðið Smellur stendur fyrir tónleikunum.

Hálsull er mjög sérstök hljómsveit því hún virðist höfða til þeirra sem hlusta á rokk og líka til þeirra sem hlusta á argasta píkupopp. Ég veit þetta því ég þekki marga píkupopparana sem fíluðu þau vel á SAMFÉS, og ég gerði það líka (og ég hlusta mest á Heavy Metal og Goth Metal). Þannig að ég hvet ALLA til að fara, alveg sama þó þið haldið að þið munuð ekki skemmta ykkur, ég segi ykkur þið munið það!

Ég hef eilitlar spurnir af því að þær gætu cover-að lög á við Karma Police (með Radiohead) og allt niðrí Britney Spears eða álíka píkupopp. Þær tóku einmitt Britney Spears á SAMFÉS en rokkuðu það aðeins upp, en ekki of mikið til að Britney aðdáendurnir fíluðu það ekki, og mér fannst það býsna flott.

Fyrir þá sem vilja kynna sér hljómsveitina/hljómsveitarmeðlimi aðeins áður en þeir fara á tónleikana bendi ég á: www.folk.is/halsull (vandræði með að gera linkinn hjá mér).

Svona lítur tilkynning tónleikanna út:

Opið hús í Stangarhyl 4

!!! Tónleikar !!!
Ungmennahreyfing IOGT á Íslandi
heldur teiti í tilefni útgáfu Smells
í Stangarhyl 4, 22.mars 2005 19:42 – 21:46
Tónlist og skemmtun er á svæðinu.
Fordrykkur fyrir þá sem koma snemma.
Hljómsveitin Hálsull úr Kópavogi hitar upp
Þeir sem vilja skemmta sér áfram
með ungmennahreyfingunni geta skráð sig á staðnum.
Klúbburinn Flott án fíknar verða heiðursgestir
Allir í 8., 9. og 10. bekk eru velkomnir
á meðan húsrúm leyfir.
Smellur verður á staðnum glóðvolgur, smelltu þér í fjörið!
muuuu