Þrátt fyrir almenna bölsýni á fjölmiðlamarkaði þá viljum við hjá mp3.is halda í trú okkar á frjálsum fjölmiðlun. Það gerum við með því að opna útvarpstöð daginn sem hið umdeilda fjölmiðlafrumvarp er samþykkt. Það er reyndar tilviljun að þessi dagsetning var fyrir valinu. Það er ekki um að ræða hefðbundna útvarpstöð, heldur er þetta tilraunverkefni hjá okkur. Við ætlum að vera með netútvarp með lögunum sem eru inni á mp3.is í mánuð. Þetta er því eiginlega fyrsta alfrjálsa tónlistarstöðin hérna, hljómsveitir sem vilja komast í spilun setja einfaldlega lögin sín inn á síðuna mp3.is. Engir playlistar fyrir hendi. Ef þetta mælist vel fyrir þá er aldrei að vita með framhaldið. Við segjum því áfram frjáls fjölmiðlun, áfram frjálst útvarp.. wwww.mp3.is/utvarp