Söngvakeppni framhaldsskólana var haldin í 14 sinn í kaplakrika laugardaginn 3. Apríl.

1. sætið í keppnini var frekarm illa skipað. Þetta var frekar leiðinlegt lag en söngkonunnar voru þær Sunna Ingólfsdóttir og Sigurlaug Gísladóttir úr MH. Þær sungu lagið mjög vel en fannst mér lagið leiðinlegt og framkoman ekki mjög góð. Þetta lag hefði ekki átt að vera í fyrstu 3 sætunum af mínu mati.

2. sætið var hinsvegar mjög gott. Heimir Bjarni Ingimarsson úr VMA söng það af mikilli snilld og hefði þetta frekar átt heima í 1 sæti. Lagavalið var mjög gott. Þetta var ekki svona lag sem maður nennir ekki að hlusta á. Frekar rólegt en mjög skemmtilegt. Sviðsframkoman var fín og átti vel við lagið.

3. sætið var bara fínt lag og góður söngvari. Birgir Olgeirsson úr MÍ var mjög góður og var lagið mjög vel valið. Sviðsframkoman átti við lagið og var mjög fín.

Sms kosningin: MA strákar þeir Andri, Haukur og Ævar voru bestir að mínu mati og mati áhorfenda. Þetta var geggjað skemmtilegt lag og var söngurinn mjög góður. Sviðsframkoman var æðisleg og var þetta mjög flott. Þetta lag hefði allveg mátt vera í einhverju sæti en svona er það nú.

Keppnin var bara góð í heildina og óska ég öllum vinningshöfum til hamingju.
Sweetes