Það fer ótrúlega í mig hvað hnakkar eru sjúkir í að dýrka allar hljómsveitir sem eru að meika það eða það að þeir dái þær hljómsveitir sem eru frægar og á leiðinni til landsins. Tökum sem dæmi Rammstein. Hvað ætli það séu margir sem hlusta enn á þá af þessum hnökkum sem voru að deyja úr ást af þýsku rokkurunum. Það virðist vera að þeir geta ekki myndað sér tónlistar smekk út frá sjálfum sér aðeins það sem er heitast hjá fm 957!!
Annað dæmi um þetta er mínus. Ég mætti á mínus tónleika um daginn tilbúin í einhvern harðan skít, átti vona á mönnum í leður jökkum með keðjur vafnar um hendurnar en í staðinn lenti ég í endalaust af einhverju gel liði. Ég get lofað ykkur því að þessir menn væru ekki þarna ef mínus væru ekki að gera það gott. Maður hefði aldrei séð þetta pakk á mínus tónleikum back in the day þegar mínusliðar voru ekkert að meika það. Það er nú hægt að halda því fram að áhugi hnakkans gagnvart mínus sé breyttur út af nýjum söngstíl. Efa það. Þetta er að verða ansi sorglegt hjá hnökkunum. Kornið númer eitt hjá þeim núna og hver veit hvað kemur næst. Væri gaman að sjá hvernig þeir myndu bregðast við ef að meistarar eins og þeir í Cradle of filth eða einhverju líku kæmu til landsins. Ætli hnakkarnir myndu mæta? Mig grunar það.