Jæja.
Nú eru músíktilraunir haldnar í hvað? Tuttugasta og annað skiptið, eða tuttugasta og fyrsta? Ég var að velta fyrir mér hvernig hljómsveit eða jafnvel hvaða hljómssveit fólk telur sigurstranglegasta.
Nú hefur yfirumsjón yfir keppninni fyrrverandi sykurmoli, þýðir það að hljómsveitir sem reyna að vera skrýtnar eða ögrandi eigi eftir að hafa aukna sigurmöguleika. Síðustu ár virðast hipp hopp og fjörugar pönksveitir hafa átt mest upp á pallborðið hjá dómnefndinni.
Ég tel að líklega verði ekki hip hop sveit sigurvegararnir í ár. Sennilega rokk, en hver veit, kannski er í raun komið að einhverri sveit úr raftónlistarheiminum að sigra og opna þannig heila danspopp bylgju yfir Ísland?
Ég spái mörgum sveitum sem eiga eftir að stæla muse. Og að sjálfsögðu Nirvana og Blink 182 eins og seinustu ár. Seinasta ár vann hipp hopp sveit, þar áður var það rokksveit, og þar áður hipp hopp sveit. Og þar áður, var það ekki Hardcore sveitin Andlát. Djöfull hefur lítið heyrst i þeim.
Við eigum auðvitað svo mikið af hardcore sveitum, er ekki líklegt að spá einhverri slíkri í þriðja sæti. Ég spái því að sigursveitin verði ekki sú vandaðasta en fjörug og í yngra laginu. Eins og það hefur verið seinustu ár, varla mikill spádómur. Þetta verða 15-16 ára piltar og tjah…þetta er áhætta en ég hef ákveðið að spá söngkonu. Það verður söngkona með þeim sem jafnvel spilar á hljóðfæri og fær aukapunkta hjá dómnefnd út á það því stúlkur eru jú sjaldséðar á músíktilraunum.
En þetta verður nokkurskonar pönkrokk sem sigrar.
Hipp hopp og Hardcore í öðru og þriðja. Enginn raftónlistarmaður tekur þátt í úrslitakvöldinu. Ein sveitin mun daðra við fönk.

Þetta eru mínir spádómar. Hverjir eru ykkar?