Föstudagur á Akureyri. Fólkið er að taka sig til fyrir frumraun vinar og félaga okkar Ægis. Sem er búin að vera með þá hugmynd í langan tíma að halda alvöru tónleika í heimabæ fm hnakkans (Ak). Tónleikarnir er haldnir í sal á kaffi karólínu sem nefnist deiglan. þetta er nu ekki stór salur, en kom mér á óvart hversu margir komust inn. Við fengum okkur sæti og öl á skitnar 300kr. Og ekki leið á löngu þangað til fyrsta bandið steig á stokka. Einmitt heima strákar að norðan. LOKBRÁ, varið ykkur á þessum guttum. spila sonna all hressandi rokk sem slagar í að vera harð kjarna. sérstaklega fanst mér það að þeir keyra með einn á hljómborði og minnir óendanlega á The doors. Til að toppa alveg klikkaða framkomu enduðu þeir á íslensku kvæði sem heppnaðist alveg frábærlega. Seinna bandið var Jan mayern helvítið klikkaðir guttar sem vita alveg um hvað það snýst að vera að spila live. spiluð mikið af feedback og eru mjög vel undirbúnir. Ekki myndi mér bregða að þessir halda brátt að utan í hin gríðastóra heim. Enduðu í anda alvöru ROKKARA og rústuðu sviðinu í lokin.
Kvöldið var vel komið af stað og þá kom tónleika haldarin Ægir og tilkynnti að Það myndi verða party á kaffi karólínu eftir tónleikana. Það ver svo ekki minni maður en Biggi úr maus sem þeytti skífum fram eftir nóttu. Við mikla ánægju dansþyrsts fólksins.
Hver veit að Ak sé að breitast úr fm hnakka bæ í alvöru rokkara bæ…..