Í kvöld hélt Írafár útgáfutónleika í Sjallanum Akureyri.

Byrjum á byrjuninni.
Kl 16:00 var Írafár að árita niðrí Landsbankanum á Akureyri.
Reyndar þegar að klukkan var orðin 16:00 þá vantaði Hanna og Birgittu :o) En þetta reddaðist allt saman. Viggi, Siggi og Andri byrjuðu bara að árita eins og ekkert væri ;)
Klukkan 17:00 komu svo Birgitta og Hanni alveg galvösk ;)

Klukkan 20:00 hófust svo sjálfir útgáfutónleikarnir. Birgitta var í ógeðslega flottum hvítum buxum og jakka og svo með hatt :o) Geðveikt flott. Þau spiluðu öll nýju lögin af plötunni og eldri lög inná milli.

Hreint út sagt FRÁBÆRIR tónleikar þar á ferð og þeir sem komu ekki þið misstuð sko af miklu og þá meina ég MJÖG miklu :o)

Heiti lagann af nýju plötunni:
1. Stel frá þér
2. Fáum aldrei nóg
3. Nýtt upphaf
4. Því ertu hér?
5. Aldrei mun ég…
6. Annan dag
7. Ég og þú
8. Brottnuminn
9. Alla leið
10. Ef, ef?
11. Í annan heim

Öll eru lögin hreint út sagt frábær. En lögin sem mér finnst standa upp úr eru “Í annan heim” “Fáum aldrei nóg” æi það eru öll það er ekki hægt að gera upp á milli :o)

Vonandi fara sem flestir á útgáfutónleikana!

Takk fyrir mig, Ripp
I mean, isn't that just kick-you-in-the-crotch