Ungir/Gamlir

Nú fer að nálgast að tónleikunum Ungir/Gamlir.

Að þessu sinni eru það stórstjörnunar Hera Björk sem lenti í 2. sæti í Eurovision í Danmörku og rauðhærði rokk kóngurinn Eiríkur Haukson en hann var framlag okkar Íslendinga í fyrsta skipti í Eurovision 1986 og svo aftur árið 2007 en þau ætla að þenja raddböndin með krökkunum.

Einnig koma nokkrir kennarar og nemendur frá Svíþjóð og spila með nemendum úr Grundaskóla, Brekkubæjarskóla, Tónlistarskóla Akraness og Fjölbrautaskóla Vesturlands.

Að þessu sinni verða tvennir tónleikar:

Fyrri tónleikarnir eru klukkan 17:30 og seinni tónleikarnir eru klukkan 20:30

Þessi stórviðburður fer fram í Bíóhöllinni á Akranesi fimmtudaginn 26. febrúar og nemendur í fyrrnefndum skólum geta fengið afslátt á miðaverði, en það gildir EINGÖNGU Á FYRRI TÓNLEIKANA með þessum afslætti þurfa nemendur aðeins að borga 500 kr en aðrir 1500kr.

Nemendafélag Grundaskóla hvetur alla til a mæta á þessa stórkostlegu tónleika.

Tekið af heimasíðu Grundaskóla.
Linkur á fyrri Ungir / Gamlir tónleika;

Linkur á lög
Linkur á myndir frá Ungir/Gamlir 2006
Linkur á myndir frá Ungir/Gamlir 2007