Ólafur Arnalds og Ólöf Arnalds í Fríkirkjunni - 18. Desember Ólafur Arnalds lýkur 6 mánaða tónleikaferðalagi á Íslandi
Tónleikar í Fríkirkjunni 18. Desember ásamt Ólöfu Arnalds

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ólafur Arnalds nú þegar selt þúsundir platna og fyllt tónleikahallir víðsvegar um heiminn, þar á meðal Barbican Hall í London.
Ólafur er ný orðinn 22 ára, en hann hélt upp á afmælisdaginn í tónleikarútu þetta árið enda búinn að vera á 6 mánaða löngu tónleikaferðalagi. Hann mun ljúka ferðinni hér á Íslandi með tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 18. Desember.

Tónlist Ólafs færir mann í aðrar hæðir með heim af viðkvæmum, sinfónískum tónsmíðum undir áhrifum rómantíkarinnar, en með því að blanda píanói og strengjahjóðfærum við rafræn hljóð og trommutakta verður tónlistin jafn áhugaverð fyrir eyru nútímans.

Frumburður Ólafs, “Eulogy for Evolution”, tók hlustandann í ferðalag frá fæðingu til dauða. Platan fékk vægast sagt frábæra dóma í bæði innlendum sem erlendum miðlum auk þess að hann endaði mjög hátt á mörgum “Bestu plötur 2007” listum víðsvegar um heiminn. Í Maí gaf Ólafur svo út stuttskífuna “Variations of Static” en þar hélt hann í klassískan grunn frumburðar síns en kynnti einnig til sögunnar elektróník. Ólafur vinnur nú að þriðju plötu sinni en viðræður eru í gangi við nokkra erlenda útgáfurisa um útgáfu hennar.

Ólafur hefur, ásamt strengjakvartett og fylgdarliði, verið á stöðugu ferðalagi síðan í Maí á þessu ári þar sem þau spiluðu um 100 tónleika í yfir 20 löndum. Viðtökurnar hafa verið ótrúlegar - Ólafur spilaði fyrir þúsundir manna á tónlistarhátíðum í sumar auk þess að hita upp fyrir Sigur Rós á nokkrum tónleikum. En að mestu hefur hann verið að spila sína egin tónleika til þess að kynna plötur sínar tvær.

Tónleikarnir í Fríkirkjunni munu hefjast klukkan 20:00. Sérstakur gestur á tónleikunum verður Ólöf Arnalds, en þau Ólafur eru frændsystkyn. Forsala er í verslunum Skífunnar og á Midi.is og er miðaverð 1000 krónur í forsölu. Geisladiskar og annar varningur frá Ólafi mun verða til sölu á staðnum á tilboðsverði.



[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=K6u5D-5LWSg
Myndband við lagið 3055 með Ólafi Arnalds


‘Arnalds has released two indie symphonies of remarkable depth. Iceland's brightest young talent won't be out of the light for long!’

- Rock Sound (UK)

’Gentle, epic, beautiful, visceral, masterful and utterly essential. Juxtapositions fully intended.’ (5/5)
- Is This Music?


‘In any event his debut sounds full of the reverence and awe normally reserved for God, or at least George Best or Sir Vivian Richards at the absolute peak of their powers.’
- Brainwash (US)

'Iceland’s best new export!'

- Clash Magazine (UK)



Sjá nánar:
http://www.olafurarnalds.com
http://www.myspace.com/olofarnalds

Miðasala á midi.is: http://midi.is/tonleikar/1/5380