For a Minor Reflection fóru út í mars til Bandaríkjanna og Kanada að túra með m.a. Northern Valentine frá Aston, Pennsylvania. Nú eru þau að koma hingað og ætla strákarnir að taka nokkur gig með þeim á einni viku.

Meðal annars þá verða tónleikar í Viðeyjarkirkju í Viðey á sunnudaginn 8. júní, en ekki er vitað að nokkur annar tónlistarmaður- eða sveit hafi haldið tónleika þar. Það kostar 1000 kr. inn og er Viðeyjarferjan innifalin í því.

Skráning á þessa tónleika fer fram á foraminorreflection@gmail.com. Best er að senda inn nafn og símanúmer.

Ekki missa af gullnu tækifæri til að sjá góða tónleika á þessum frábæra stað. Síðan eru auðvitað þrennir aðrir tónleikar hjá þeim á Kaffi Hljómalind, Glætan Bókakaffi og Organ.

Nánari upplýsingar veita þeir á MySpace-inu þeirra –> myspace.com/foraminorreflection

http://a645.ac-images.myspacecdn.com/images01/46/l_ec1e1eddcd9121cf88d978c3a0bbb54c.gif
Rokk | Metall