Jan Mayen Árið 2002 var stofnuð af þeim Ágústi Bogasyni, Valgeir Gestssyni og Viðari Friðrikssyni “indie” hljómsveitin Jan Mayen. Var þá og er enn Ágúst á gítar, Viðar á trommum og Valgeir á gítar og syngur, en stuttu eftir stofnun kom Sigursteinn á bassa en hætti síðan 2005 og tók þá Sveinn Helgi (Rými, Ælu) við stöðu hans.

Árið 2003 tóku þeir upp fimm laga kynningardisk og gáfu út undir merkinu Mayen music. Smáskífan vakti svo mikinn áhuga að lögin enduðu í útvarpi og seldust upp öll umfram eintök og plötuútgáfufyrirtækið Smekkleysa gaf þeim samning. Kom þá árið 2004 þeirra fyrsti diskur í fullri lengd og var það platan Home of the free indeed. Eftir útgáfu hennar voru þeir tilnefndir til rokkplötu ársins, bjartasta vonin og myndband ársins, fyrir myndbandið við lagið on a mission, á Íslensku Tónlistaverðlaununum 2004. Einnig eftir útgáfu plötunnar tóku þeir túr til bæði Bretlands og Noregs.

Seinni Plata sveitarinnar, so much better than your normal life, kom svo út árið 2007. Myndbönd hafa verið gerð við þrjú lög þeirra og eru það lögin On a mission, Damn straight og Nonsence, öll voru þau gerð af Einari B. Arasyni.

Nafnið Jan Mayen er dregið af lítilli eldfjallaeyju 540 km austur af Íslandi sem er hluti af Konungdómi Noregs.

Heimildir:
http://is.wikipedia.org
http://www.jan-mayen.com/
Tíminn er eins og þvagleki.