Nýdönsk – Húsmæðragarðinn

Í safnplötu sem þeir í Nýdönsk gáfu út 97 voru þrjú ný lög, Klæddu þig, Flauelsföt og Grænmeti og Ávextir. Platan átti að heita Grænmeti og ávextir en það var hætt við á síðustu stundum og breytt í 1987 – 1997. Lagið Flauelsföt varð vinsælt og hlaut talsverða spilun á útvarpsstöðvum. Á tónleikum Nýdanskar og sínfóníarnur spiluðu þeir, klæddu þig. Upptökur á þessum nýjum lögu urðu til þess að það var ákveðið að taka upp nýja plötu. Daníel Ágúst baðst reyndar undan því en hann hafði svo til alfarið snúið sér að vinnu með hljómsveitinni Gus Gus. Það hafði ekki áhrif á ákvöðrun hinna meðlima Nýdanskar og platan Húsmæðragarðurinn var tekin upp og gefin út árið 1998.

Nýdönsk
Björn Jörundur Friðbjörnsson Söngur, bassi
Jón Ólafsson Söngur, Hljómborð
Stefán Hjörleifsson gítar
Ólafur Hólm trommur

Upptökur og hljóðblöndun: Ken Thomas

Lög, lengd og höfundur lags og texta

Hei Þú ( 4:49) Björn Jörundur / Björn Jörundur og Valdimar Bragason
Þú ert svo (3:50) Björn Jörundur / Björn Jörundur
Blómarósahafið (5:07) Björn Jörundu r/ Björn Jörundur
Húsmæðragarðinn (4:00) Björn Jörundur / Björn Jörundur og Jón Ólafsson
Óskilamunir (3:58) Björn Jörundur / Björn Jörundur
Óskýrar minningar (4:07) Jón Ólafsson / Björn Jörundur og Ken Thomas
Holur að innan hausinn (3:51) Björn Jörundur / Björn Jörundur
Ljósið Skín (3:06) Jón Ólasson/ Björn Jörundur og Ken Thomas
Í sama klefa (3:51) Björn Jörundur / Björn Jörundur
Innan um fólk (4:35) Ólafur Hólm / Björn Jörundur
Átrúnaðargoðin (6:41) Jón Ólafsson, Ólafur Hólm og Björn Jörundur / Björn Jörundur

Þótt að Daníel hafi farið í Gus Gus, breytist í raun og veru ekki eins mikið og maður myndi halda. Björn Jörundur hefur samið flest lög í Nýdönsk. Hann samdi öll nema eitt á plötunni, Ekki er á allt kosið og 9 af 14 á Regnbogalandi og hann söng alltaf soldið ekki mikið minna en Daníel.
Framan á umslagi plötunnar er mynd af manni af fara í röngentæki og aftan á er myndin frá öðru sjónarhorni. Bæklingur er allur í þessum dúr, innan um textana er einhverjar röntgen myndir sem kemur vel út. Platan er í þyngri kantinum en samt mjög góð og heildstæð. Platan Regnbogaland var líka í þyngri kantinum þótt að þar megi finna lög, Frelsið sem léttir og kætir og besta lag Nýdanskar að mínu mati, Nostradamus. Regnbogaland er fín plata en ekki meira það.

Bestu lög á plötunni eru, þ.e.a.s rjóminn ofan á öllu því þetta er frábær plata eru fyrstu fjögur lögin: Hei þú, Þú ert svo, Blómaróshafið, Húsmæðragarðurinn og Óskýra minningar. Hei Þú og Blómarósahafið voru spiluð á sinfóníutónleikum Nýdanskar og Sinfóníurnar. Þú ert svo og Holur innan hausinn er á safnplötunni Freistingar með Nýdönsk en þar eru 15 lög í órafmagnaði útgáfu. Fyrst þegar maður heyrir lagið óskilmunir finnst manni það mjög keimllíkt Húsmæðragarðinum en þegar maður fer að hlusta á það betur er það ekki svo.
Holur innan hausinn er kassagítarlag þ.e.a.s. bara sungið og spilað á kassagítar. Önnur kassagítarlög með Nýdönsk eru t.d. Fram á Nótt og Veröld. Lagið Fram á nótt er af plötunni , Ekki er á allt kosið og það þekkja flest allir Íslendingar hvort sem það er með Nýdönsk eða Útgáfa Á móti sól. Veröld er hins vegar á plötunni Regnbogalandi og er fínt lag. Fram á Nótt og Veröld er bæði undir þremur minútum en Holur innan hausinn er næstum fjórar minútur að lengd. Þetta er gott lag en það hefði orðið svo miklu betra ef það hefði verið fleiri hljóðfæri samt er ég á báðum áttum því þetta er ágætt tilbreyting. En samt er þettaeiginlega pirrandi og ekki nema allt í lagi lag.

Í fyrsta skipti í sögu Nýdanskar syngur Jón Ólafsson einsöng. Hann syngur óskýrar Minningar og rödd hans passar fullkomlega. Björn syngur örlítinn kafla á undan viðlaginu. Lagið er mjög dramantískt og píanóleikurinn er mjög dramantískur og flottur. Síðan í viðlaginu hættir lagið að vera dramantískt og verður miklu glaðlegra. Viðlagið minnir mann á sólóplötu Jón Ólafs og textinn er líka frábær í laginu. Hitt lagið sem Jón syngur er lagið, Ljósið Skín, píanóstefið sem er í laginu passar við lagið. Lagið er glaðlegt, miðlungs hratt en verður svo dramatískt í viðlaginu. Í sama klefa er lag sem hressir, bætir og kætir. Textinn fjallar um ölvaðan mann sem sér ölvaða konu og þau er lokuð inn í sama klefa og vilja ekki láta hleypa sér út því þeim líkar svo ágætlega að vera saman inn í klefa. Í laginu er líka frábært slide sóló Ólafur Hólm semur lagið innan um fólk trommutaktur er mjög skemmtilegur í laginu. Lengsta lag plötunnar er Átrúnaðargoðin en Nýdanskar meðlimir er samt ekki óvanir þvi að semja lög sem eru yfir 6 minútur því á plötunni, Ekki er á allt kosið er fjögur lög yfir 6 min. Þessi lög eiga það allt sameiginlegt að maður vildi ekki að þau væru styttri jafn vel þótt að það séu ekki sóló eða eitthvað sem gera þau yfir 6 min. Þegar það fer að líða síðari hluta lagsins koma kirkjuböllur í lagið sem kemur vel út.
Björn Jörundur allan texta á plötunni reyndar í fjórum lögum semja einheverjir með honum textana. Björn Jörnundur er frábær textasmiður, það heyrðist fyrstu plötunni Nýdanskar og þessi platan er engin undantekning. Hljóðfæraleikur er mjög góður. Enda eru þarna með betri hljóðfæraleikum á Íslandi, þarna er sérstaklega átt við Ólaf Hólm, Jón Ólafs og Björn Jörund. Platan er þung og og heildstæð þótt það sem undantekinar eins og Holur Innan Hausinn og Í sama klefa. Öll lögin eru góð, það er helst af Holur innan Hausinn fari í taugarnir í mér. Sem sagt4 stjörnu