Skakkamanage sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu í vikunni og ber hún
hið snotra nafn “Lab of Love”.

Skakkamanage ætla á næstu misserum að fylgja skífunni eftir með tilheyrandi
tónleikum og skemmtilegum uppákomum út um allar trissur. Fyrstu tónleikar í tónleika-
syrpu sveitarinnar eru næstkomandi föstudag í Smekkleysu Plötubúð og Elvis að Klappar-
stíg 27 kl. 17:00. Búast má við óvæntum gestum og taumlausri gleði.

Um helgina eru einnig stuttir síðdegistónleikar í bókabúð Máls og menningar við Laugaveg,
nánartiltekið á laugardaginn kl. 15:00.

Að sjálfsögðu eru allir velkomnir og endurgjaldslaust.

Svavar og Berglind höfðu séð allar spólurnar á vídeóleigunni. Þau
komu barninu í háttinn og hringdu í gamlan vin. Þormóður mætti á
svæðið og spurði hvort þau kynnu einhver lög. “Þokkalega kunnum við
lög. Við kunnum lög sem enginn hefur heyrt,” sögðu hjónin og litu
montin hvort á annað. “Jæja, lommér að heyra,” sagði Þormóður og
taldi í.

Þannig byrjar saga hljómsveitarinnar Skakkamanage. Úr blokkaríbúð í
Breiðholti hefst ævintýraleg ferð ólíkra einstaklinga um víðlendur
sköpunarinnar með það eitt að markmiði að gera hversdagslífinu skil.

Fyrstu tónleikar Skakkamanage voru á Grand Rokk þar sem hún hitaði upp fyrir
hina goðsagnakenndu jaðarsveit Sebadoh árið 2003. Geri aðrir betur.

Lab of Love er að sjálfsögðu fáanleg í öllum betri hljómplötubúðum og sannanlega
má segja að með henni hafi Skakkamanage lag hornstein að bjartri framtíð sveitarinnar.


Tóndæmi má finna hér:

www.myspace.com/skakkamanage
this.is/skakkamanage