Björgvin Halldórsson er vafalaust sá maður sem “surfað” hefur laglegast í gegnum Rokksögu okkar Íslendinga. Okkar fyrsta alvöru ídol sem lét skríllin ærast af hysteríu & aðdáun. Bjöggi brotna tönn var og er “kúlið” opinbert! Hér fyrir neðan hef ég tekið saman nokkra gullmola úr hinni frábæru ævisögu Bo Halldórs sem skrifuð var svo eftirminnilega af Gísla Rúnari Jónssyni stórmeistara með meiru! Bo & co …með íslenskum texta…gjöriði svo vel….

Sagan segir…

Stúdíó Hljóðriti. Lokamix á Brimklóarplötu. Strákarnir hlusta snemma morguns.
Svo mikið eru þeir búnir að vasast í þessari músik að skoðun þeirra er varla
marktæk. Inni í eldhúsi er ræstingakona að bardúsa. “Þetta gengur ekki,” segir Björgvin. “Hvernig væri að nota gamla gúmmíhanskatestið?” Hann opnar fram
og kallar ræstingarkonuna inn í stjórnherbergið.
Og þar er hún látin hlusta
nauðviljug á nýjustu plötu Brimklóar. Frá upphafi til enda. En skemmtir sér konunglega.


Rótarinn
“Góður rótari er eins og breskur butler.
Hann veit hvað strákarnir þurfa áður en þeir hafa
orð á því.”
-Ágúst Ágústsson rótari

Sagan segir…
Hljóðver Stöðvar 2. “Rödd” stöðvarinnar tekur við texta
úr höndum textagerðarmanna. Skipt hefur verið um bíómynd á
dagskrá með stuttum fyrirvara. Naumur tími til stefnu. Hraðsoðin tilkynning.
Smámunasamur þulurinn lítur yfir fyrstu línuna á blaðinu. “Ah-ah-ah!
Heyrðu vinur. Syndafall er með tveimur ell-um.” -Ragnar Hólm snýr upp á sig og glottir. “Berðu það þá fram með tveimur ell-um,” segir hann og gengur út.
Björgvin les inn. Tæknimaður tekur upp. Og svo er hlustað. Djúp timbra raddarinnar nýtur sín vel í dagskrátilkynningu um dramatíska bíómynd. Tæknimaður snýr sér að Björgvini og spyr hvernig honum hugnist lesturinn. Björgvin hallar sér aftur í sófanum, lygnir aftur augum og segir: “What a voice!”
Ég tala um þig
Ég syng fyrir þig
“Ég kalla nýjustu plötuna mína ”Ég
syng fyrir þig“. Og hún er fyrir fólkið.
Annars hefði hún heitið ”Ég syng fyrir mig“.

Sagan segir…
1993. Sýrland. Hljómplötugerð. Jón bítlavinur Ólafsson leikur
á hljómborð. Skilar góðu dagsverki. Leggur fram reikning. Framkvæmdastjórinn situr við skrifborð. Jón mjakar handskrifuðum og lítilfjörugum pappír yfir borðið. Framkvæmdarstjórinn skondrar rifrildinu til baka. ”Komdu með alvöru reikning, vinur,“ segir hann.
”Vera pró alla leiðina“

Sagan segir…
Björgvin Halldórsson dagskrárstjóri Bylgjunnar ræður einn af sínum eftirlætis gamanleikurum til að annast skemmtidagskrá á Bylgjunni. Sendir hafa verið út tveir þættir svo tæpast er komin reynsla á árangurinn. Hurðin á stúdíóinu sviptist upp og í dyrum stendur dagskrárstjórinn. Það er erill á honum. En glaðbeittur. ”Það var verið að skrifa um þáttinn þinn í Dagblaðið. Þeir segja að þú sért alveg glataður.“ Grínistanum fallast hendur. ”En við látum það ekki á okkur fá,“ segir foringinn. ”Höldum bara ótrauðir áfram.“ Og svo er hann rokinn.
Á hverju kvöldi

Utan allrar dagskrár

e-mail
to: Gisli r. jonsson
from: bo halldorsson
Ekki neina hefðbundna ævisögu!
Stutt í hnakkann.
Sjáumst á morgun.
BH

e-mail
to: bo Halldorsson
from: gisli r. jonsson
Hvað er hefðbundin ævisaga?
Kveðja
GRJ

e-mail
to: gisli r. jonsson
from: bo halldorsson
”Ég get allt, ég veit allt, ég kann allt!“ Og allir teknir í nefið
sem hafa verið vondir við mig. Biturt uppgjör við fortíðina. Það er hefðbundin ævisaga.
Ekkert rokk and ról! Gæti ekki verið verra.
Hringdu strax!
BH

e-mail
to: bo halldorsson
from: gisli r. jonsson
Þú er búinn að segja mér hvernig þetta á ekki að vera. Geturðu í kjölfarið sagt mér hvernig þetta á að vera?
Kveðja
GRJ

e-mail
to: gisli r. jonsson
from: bo halldorsson
Það átt þú að vita. Þú ert höfundurinn.
Kveðja
Eddi póló

e-mail
to: bo halldorsson
from: gisli r. jonsson
Þú líka!
Kveðja
Baldur magister

e-mail
to: gisli r. jonsson
from: bo halldorsson
Ókei. Ég held að þetta eigi að vera skissur. Svipmyndir. Gamla
myndaalbúmið hennar mömmu. Krumpuð dagblaðarifrildi með svo mikilli nostalgíulykt að minningarnar bera mann ofurliði. Jóa og Ella í Hól. Úrklippur frá poppuðum ferli. Gústi rót og Addi Sigurbjörns. Hátíðin í höllinni. Scrapbók söngvarans. Og allt fullt af rokki and róli! Ekki gleyma því.
Bíttu svo aftur í gleraugun á þér.
BH

e-mail
to: bo halldorsson
from: ámundi sigurðsson
Fimm viðburðarríkir áratugir. Rakið að skipta upp í jafnmarga illústreraða áratugakafla. ‘51 til ’61, ‘61 til ’71 og svo framvegis.
Hafðu samband.
Ámundi

e-mail
to: amundi sigurðsson
from: bo halldorsson
”Nei, nei, nei, nei!! Gæti ekki verið meira ósammála. ‘51-’61 er ekki áratugakafli, heldur ellefu ára kafli“.
Lets make some sense!
BH

e-mail
to: bo halldorsson
from: amundi sigurðsson
Kæri foringi. Ég geri mér þetta ljóst. En það kemur illa út í hönnun. Sérðu ekki hvað hitt er stílhreint? Það er kannski ekki alveg kórrétt en hvorki ólöglegt né siðlaust. Líttu bara á þetta sem ”skáldaleyfi“.
Verð við símann.
Ámundi

e-mail
to: amundi sigurðsson
from: bo halldorsson
Slakaðu á. Þú ert séní. Annars hefðirðu ekki fengið djobbið.Mundu: It's lonely at the top!
Kveðja
BH

Duet

Sagan segir…
Björgvin ferðast býsn með leigubílum. Samskipti hans við stétt bílstjóra eru fræg. Sumir segja alræmd. Leigubíll stöðvast fyrir utan heimili söngvarans. ”Skrifa það,“ segir hann og opnar dyrnar. Bílstjórinn horfir um öxl. ”Skrifa það hjá hverjum?“ Söngvarinn drjúpir höfði og stynur. ”Veistu ekki hver ég er ?“ Bílstjórinn hristir höfuði. ”Aldrei séð þig.“ Söngvarinn dregur upp veskið og borgar. Um það bil sem hann er að fara út staldrar hann við, horfir um öxl og spyr: ”Á hvaða stöð keyrir þú?“ ”Hreyfli,“ segir bílstjórinn. ”Aldrei heyrt það nefnt,“ segir söngvarinn og gengur í burtu.

Pönk í hönk
Ég veit ekki hvað þú meinar með
nýbylgja. Ef hægt er að kalla þessi íslensku
bönd ”new wave“, þá er Brimkló ”permanent
wave". -Björgvin. Tíminn 1981

Tekið saman af Buddy Miles