Sigur Rós trivia Ég ætla að byrja á því að taka það fram að þetta er EKKI copy/paste, ég er Rosalegur Sigurrósar fan og þetta er alltsaman eitthvað sem ég hef skrifað sjálf, jú þú ættir að geta fundið megnið af þessu ( ef ekki allt ) á official Sigur Rósar síðunni bara ekki svona uppsett, á íslensku né orðað með mínum orðum.
Ég setti þetta inná Íslensk Tónlist, því þetta áhugamál er við dauðans dyr, og Sigur Rós eru nú einusinni íslenskir. Ég sá aðra grein um Sigur Rós sem var sett undir Popp og mér fanst það vitlaust flokkað þar sem að Sigur Rós er ekkert nema indie Rock.

Vona að þið hafið gagn og gaman af þessu =D

Sigur Rós var stofnuð árið 1994 af Jón Þór Birgissyni (Jónsi), Georg Holm (Goggi), og Ágúst ( ekki viss á fullu nafni ) fyrrverandi trommara.
Það byrjaði allt saman þegar þeir hittust í Iðnskólanum í Reykjavík. Nafnið á hljómsveitinni, Sigur Rós, er tekið eftir nafninu á litlu systur Jónsa sem fæddist sama ár og hljómsveitin var stofnuð.
Seinna meir slóst Kjartan Sveinson ( Kjarri ) í hópinn, og eftir að Ágúst skildi við hljómsveitina stuttu eftir upptökur á disknum þeirra Ágætis Byrjun, tók Orri Páll Dýrason við.

Uppröðun hljómsveitarinnar er eftirfarandi :
Jónsi – Söngur, Gítar
Georg – Bassi
Kjarri – Hljómborð
Orri ( Dýrið/The Animal ) – Trommur

Sérstakur hlutur í sambandi við hljómsveitina, það sem hefur sett þetta sérkenni á þá, þetta sérstaka yfirbragð sem einkennir tónlist þeirra að miklu leiti, er það að Jónsi notar selló boga á gítarinn sinn.
Sagan bakvið það er sú að fyrrverandi trommarinn, Ágúst fékk sellóboga í afmælisgjöf eitt árið, prófaði bassaleikarinn bogann þá á bassann sinn að ganni, og hljómaði það hryllilega. En það var allt önnur saga þegar að Jónsi prófaði hann á gítarinn sinn.
Síðan þá hefur hann notað bogann á hverjum tónleikum sem þeir hafa haldið.


Diskar sem þeir hafa gefið út :

Von (1997) – Þessi diskur var einungis gefinn út á Íslandi, og eru engin plön um að gefa hann út neinstaðar annarstaðar!

Von Brigði ( recycle bin ) (1998) – Remix af fyrsta disknum þeirra, Von.

Ágætis Byrjun (1999) – Diskurinn var gefinn út á Íslandi í júní 1999, í Evrópu í Ágúst 2000 og svo loksins í Norður-Ameríku árið 2001.
Diskurinn er nefndur Ágætis byrjun, eftir því að þegar þeir voru búnir að taka upp fyrsta lagið af disknum, spiluðu þeir lagið fyrir vin sinn sem sagði að það væri “ágætis byrjun”.

( ) (2002) – 30 sekúndna bið skiptir disknum í tvo helminga. Fyrri helmingurinn er svona aðeins meira í léttari kantinum en seinni helmingurinn sem sýnir okkur aðeins svona “dekkri”. Leikur aðeins meira að tilfiningum þínum eins og Jónsi orðaði það.

Takk… (2005) – Get varla lýst með orðum. Mæli með því að þú
labbir út í næstu plötu búð og kaupir þér þennan disk!


Smáskífur :


Svefn-g-englar (1999)

Ný batterí (2000)

Steindór andersen / rímur ep (2001)

Untitled #1 (a.k.a. vaka) (2003)

Ba ba ti ki di do (2004)



Staðreyndir :


- Hljómborðsleikarinn Kjartann er sá eini sem að hefur einhverja mentun í tónlist.

- Bassaleikarinn Georg er menntaður kvikmyndagerðarmaður

- Orri er skráður sem “húsvörður” í símaskránni, sama þótt að hann hafi aldrei verið húsvörður. Kærastan hans er skráð sem “kona húsvörðs”

- Söngvarinn Jónsi hefur verið blindur á öðru auga síðan frá fæðingu

- Hann er líka samkynhneigður

- Diskurinn þeirra ( ) var tekinn upp í yfirgefnu sundlaugarhúsi sem þeir keyptu og gerðu upp sem stúdíó.

- Hljómsveitin hefur aðeins gert 4 tónlistarmyndbönd, Glósóli,Untitled #1 (a.k.a. vaka), Viðrar Vel til Loftárása og HoppíPolla

- Untitled #1 myndbandið fékk verðlaunin besta myndband ársins 2003 á mtv europe music awards hátíðinni.

- Cymbalinn sem notaður er í ný batterí er cymbali sem þeir fundu úti á götu og var beyglaður og var greinilega búið að keyra yfir hann. Þeim líkaði hljóðið sem þeir heyrðu vel og sömdu lagið útfrá því.

- Frægt fólk svo sem, Madonna, Elijah Wood, Tom Cruise og Tommy Lee eru meðal margra aðra í aðdáendahópi Sigur Rós.

- Þeir máluðu stúdíóið sem þeir tóku upp fyrsta disk sinn “Von” í staðinn fyrir að fá að taka upp.


Fleira má finna á http://www.sigur-ros.co.uk/