Björk Björk Guðmundsdóttir fæddist 21.nóvember 1965 í Reykjavík. Foreldrar hennar heita Hildur og Guðmundur. Uppáhalds áhugamál Bjarkar sem barn var að hlaupa með lokuð augun út á götu. Hún hljóp einu sinni á ljósastaur og er ennþá með ör eftir það.
Björk byrjaði að semja og syngja sín eigin lög mjög snemma. Þegar hún var sex ára fór hún í tónlistarskóla þar sem að hún lærði að spila á piano og flautu. Þegar Björk var 10 ára gömul var foreldrum boðið í skólan til að horfa á börn sín syngja lag eða fara með ljóð og Björk söng lagið “I love to love”. Þetta var tekið upp og kom svo í útvarpinu og þannig var Björk uppgötvuð. Einn maður sem heyrði útvarpsþáttin heyrði hversu fallega rödd Björk var með og einu ári seinna árið 1977 þegar Björk var 11 ára kom út fyrsta platan hennar ,,Björk”. Platan seldist í 6000 eintökum og gerði Björk að stjörnu. Krakkar á hennar aldri þoldu hana ekki út af frægðinni, þannig að aðalfélagsskapur Bjarkar voru tónlistarmenn sem voru allt að þrisvar sinnum eldri en hún.
Þegar pönkið kom til Íslands, þegar hún var unglingur, varð hún heilluð af stefnunni og rakaði m.a af sér augabrúnirnar. Hún var í mörgum hljómsveitum sem unglingur og ein þeirra var ,,Tappi tíkarrass” sem að spilaði létt popp-pönk. Tappi tikarrass gaf út plötu árið 1982 sem hét ,,Bítið fast í hvítið” og varð mjög vinsæl. Hún gaf svo út eina aðra plötu með þeim sem hét ,,Miranda” áður en þeir hættu.
Árið 1983 vildi plötufyrirtækið Gramm setja saman hljómsveit með öllum frægustu pönk listamönnum Íslands. Björk var ein af þeim ásamt m.a Einari Erni Benediktssyni (söngvara í Purkurr Pilnikk) og Siggtryggvi Baldurssyni. Hljómsveitin var kölluð ,,KUKL” og kom fyrst fram á tónleikum árið 1983 en gaf síðan út smáskífu með laginu ,,Söngull”. Fyrsta platan kom síðan út og fékk nafnið ,,The eye”, gefin út af plötufyrirtækinu ,,Crass” eingöngu í London. Þessi hljómsveit var svona blanda af goth, pönki, jazzi og rhythm tónlist.
Árið 1985 fór KUKL til Frakklands og gaf út plötuna ,,live-MC "KUKL à Paris”, og svo árið 1986 gáfu þeir út aðra plötu sem hét ,,Holidays in Europe”. Seinna það sama ár hætti hljómsveitin, og Björk giftist Þór Eldon. Hún eignaðist síðan með honum soninn Sindra Eldon Thorsson, en ári eftir það skildu þau.
Þegar KUKL hætti fóru meðlimirnir sitt í hvora áttina. Einar Örn vildi stofna nýtt band og fékk Björk, Þór og nokkra fyrverandi meðlimi KUKL og stofnaði Sykurmolanna. Fyrsta platan þeirra var kölluð ,,einn moll’á mann”. Eitt lag á plötunni ,,ammæli” varð mjög vinsælt í Englandi.
Eftir þetta breytti hljómsveitinn nafninu í “The sugarcubes” og gáfu út plötu árið 1988 sem að hét ,,Life's too good” sem svo veitti þeim þann heiður að verða fyrsta Íslenska hljómsveitin sem að meikaði það á heimsmarkaði.
DeSwamp