Frog - Kill Your Idols Þegar ég setti þessa plötu á fóninn vissi ég ekki alveg við hverju ég mátti búast. Ég hafði séð þau spila á Airwaves hátíðinni og fannst þau spila mjög fallega kassagítartónlist og hafði því kanski búist við einhverju álíka, en var fljótt að breytast og það bara strax á fyrsta lagi. Kunnuleg bassamelódía með fallegum kvensöng sem grípur mann strax, ég fór að dilla höfðinu í takt og þegar fór að líða á lagið var ég farinn að syngja með þó ég hafði aldrei heyrt þetta áður, þannig séð.
Þegar líða fer á diskinn er maður ekki alveg klár á því hvort maður sé að hlusta á Portishead eða Garbage, eða bæði og hvorki né. Tónlistin er mjög vel samin, með skemtilegum fléttum og alltaf kemur eitthvað sem maður bjóst ekki við næst, hvort sem það er laglína eða undarlegt clip úr bíómynd.
Titillag plötunar grípur mann svo með týpiskum frasa úr einhverju sem maður hefði búist við úr pop lagi frá 1992 en hefur sig svo til flugs og alltaf þegar maður heldur að lagið sé á leið niður þá fer það ennþá hærra og endar í hæstu hæðum (sem og reyndar mörg önnur lög á plötunni) með mjög góðum texta og frábærri útsetningu á söng þar sem söngkonan virðist vera að brjótast um inní sér um hvað henni finnst um lífið.
Hljóðfæraleikur er til fyrirmyndar og sérstaklega gítarleikur sem er mjög þéttur og söngur hennar Karó sem er ótrúlega seiðandi og fallegur. Rödd hennar er á heimsmælikvarða.
Öll útsetning er frumleg og eru það helst smáatriðin sem skemtilegast er að fylgjast með. Sum lögin hljóma kunnulega og er maður fljótur að átta sig hvaðan, þar sem lagahöfundur Frog er Gunnar Bjarni sem er sennilega hvað þekktastur fyrir að vera aðalsprautan í Jet Black Joe. Auðvelt væri að fara að bera þetta saman en það borgar sig engan vegin þar sem þetta er alls ekki svipuð tónlist og er í raun enginn grundvöllur fyrir því að bera þessar sveitir saman.
Kill Your Idol er frekar þung plata, en við hverja hlustun verður hún bara betri og betri. Tilraunastarfsemi er gersamlega í hámarki án þess að fara nokkurntímann yfir strikið og tel ég persónulega að hérna sé komið verk sem önnur verk eiga eftir að vera borin saman við í framtíðinni.

Frog eru:

Gunnar Bjarni Ragnarsson - Gítar/ýmislegt
Karolina Helga Eggertsdottir - Söngur
Edda Tegeder Oskarsdottir - Gíta
ibbets úber alles!!!