Hljómsveitirnar Benny Crepso's Gang, Isidor, Lada Sport og Ókind ætla að spila í Austurbæ. Ég tók viðtal við Hljómsveitirnar í tilefni af því.

Hver er heilinn á bakvið tónleikana?
Ingi (meðlimur Ókindar): Það er Addi (liðsmaður Isidor)
Addi: Nei kommon Ingi þú ert heilinn maður.
Bassi (í Benny Crepso's Gang): Já maður Ingi þú ert heilinn maður.

Hvernig datt ykkur í hug að halda svona stóra tónleika?
Heimir (í Lödu Sport):
Sko það var á ellefunni sem hugmyndin kviknaði á útgáfutónleikum Astara. Liðsmenn Isidors og Ókindar voru að ræða saman og komust að því að þeir voru sammála um að þeir vildu gera eitthvað stórt, gera eitthvað stærra en venjulega.
Stefnir (í Lödu Sport): gera stórt? meinaru að skíta?
(liðsmenn Benny Crepso's gang og Haraldur í Lödu Sport skella uppúr).

Hver er pælingin á hugsjónin á bakvið þessa tónleika?
Steingrímur Karl (hljómborðsleikari Ókindar): Eins og í Dúkkuhúsinu eftir Ibsen þá ríkir mikil óvissa með slík svör og á þessum póstmódernísku tímum sem ríkja nú tjá listamenn yfirleitt ekki hver hugsunin á bakvið listina þeirra er heldur er það komið undir listnautarins að túlka það.
Addi (trymbill Isidor): Vel mælt… vel mælt.

Hvað kostar inn?
Lovísa (liðsmaður BCG): 800 kr.
Orri (gítarleikari Isidor): Það er mjög gott verð miðað við gæði.
Helgi (gítarleikari BCG): Það er jafnmikið og kostar að sjá lélega mynd í bíó.

Eitthvað sem þið viljið bæta við?
Addi: Girls kicks ass.
Frikki (bassaleikari Lödu Sport): Ef þið mætið ekki eruð þið aumingjar.