Brain Police - Electric Fungus Þar sem ég er nokkuð mikill aðdáandi Brain Police þá ákvað ég að skrifa smá gagnrýni um nýja diskinn þeirra Electric Fungus sem mér finnst vera hrein og bein snilld. Á honum eru ekki bara 10 mjög góð lög heldur líka aukaefni á DVD um gerð disksins og fleira.

Lagalistinn:
1. Stay Rock
2. Coed Fever
3. Paranoia
4. 2113 (Sea Weed)
5. Undercover Trough Your Mother
6. El Capitaine (Raspberry Jam)
7. Beefheart
8. Mushcream Caravan
9. Mr. Dolly
10. Acid Machine Revisited

1. Stay Rock
Þetta lag er svona hálfgert intro, töff lag samt sem áður.

2. Coed Fever
Þetta er eitt af mínum uppáhaldslögum á disknum, mjög flott lag. Video-ið af þessu lagi fylgir með á DVD disknum.

3. Paranoia
Alveg fínt lag, flott hvernig viðlagið kemur inn.

4. 2113 (Sea Weed)
Þetta er frábært lag. Elska bara taktinn í laginu og sönginn, mjög gott lag.

5. Undercover trough your mother
Þegar ég var að hlusta á diskinn í fyrsta skipti lá ég upp í rúmi að lesa bók og ég sver að ég var næstum sofnaður. Finnst þetta full rólegt lag, en alls ekki slæmt. Ekki til svartur blettur á þessum disk.

6. El Capitaine (Raspberry Jam)
Fannst þetta mjög skrítið lag við fyrstu hlustun, en svo einhvernveginn hefur það skánað með tímanum.

7. Beefheart
Mjög gott lag, án efa eitt af þeim bestu á disknum.
“You can´t stop my soul from singing” :)

8. Mushcream Caravan
Fínt lag.

9. Mr. Dolly
Þetta er það lag sem ég féll fyrir við fyrstu hlustun og get hlustað á aftur og aftur og aftur og alltaf fýlað það í botn. Þetta er jafnvel besta lag sem Brain Police hefur gefið út.
Þess má geta að þetta lag er hérna í græjunum fyrir aftan mig as we speak :P

10. Acid Machine Revisited
Þetta er svona outro lag. Svolítið svona skrítið lag. Varð hálfpartinn hræddur í fyrsta skipti.

Í heildina litið fær þessi diskur 4 og hálfa stjörnu af 5 mögulegum og mér finnst þetta það besta sem hefur komið frá Brain Police.
————————————–
Afsakið hvað ég kann ekki að gera plötudóma, en ég gerði mitt besta og vona að þetta hafi verið ykkur eitthvað að gagni.
Afsakið ef það eru einhverjar stafsetningarvillur.