Sælt veri fólkið.

Mig langar til að byrja á því að þakka ykkur fyrir áhugann á GBOB, þáttakan hefur farið fram úr björtustu vonum. Því höfum við, eftir gagngerar skipulagsbreytingar, breytt fyrirkomulaginu á keppninni hér á Íslandi.

1. undanúrslitakvöld er sunnudaginn 14. nóvember
2. undanúrslitakvöld er mánudaginn 15. nóvember

Úrslitakvöldið verður miðvikudagskvöldið 17. nóv.

Tvær hljómsveitir komast áfram af hvoru undanúrslitakvöldinu fyrir sig. (samtals 4 hljómsveitir)
Þær fjórar hljómsveitir keppa svo á úrslitakvöldinu og sveitin sem sigrar þar fer til London og keppir á heimsúrslitum The Global Battle of the Bands. Mikið er í húfi og fyrstu verðlaun í London eru $100.000 eða 7.2 milljónir króna!!

Skráningu lýkur í TÞM á laugardaginn 6. nóv klukkan 18:00. TÞM er til húsa að Hólmaslóð 2, 101 Reykjavík og þar fer keppnin fram.
ATH! Allar hljómsveitir verða að skila tóndæmi á geisladisk, mp3, kassettu eða í raun hvaða spilanlegu formati sem er. Aðeins eitt lag á hverja hljómsveit, gæði upptaka skipta ekki máli, bara að lagið sé frumsamið.
Skilafrestur á þessum upptökum er á laugardaginn, 6. nóvember, klukkan 18:00. Sé upptökum ekki skilað fyrir þann tíma fellur sveitin úr keppni. Ég skil að þetta er stuttur fyrirvari (en svona er bransinn bara ; ) og er þetta gert vegna ófyrirsjáanlegs áhuga á þáttöku. Stutt er í lokakeppnina í London, en hún verður haldin 30. nóvember.

Þegar dómnefnd hefur farið yfir upptökurnar verða valdar þær hljómsveitir sem spila á undanúrslitum. Eftir að það val hefur farið fram þurfa þær hljómsveitir að ganga frá greiðslu skráningargjalda. Því er því beint til hljómsveita að greiða ekki þáttökugjaldið fyrr en þær hafa verið valdar og fengið tilkynningu þess efnis.

Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður (á öllum tímum sólahringsins) í síma 824-3002

Nánari upplýsingar og reglur (sem ég hvet ykkur til að lesa) eru á www.gbob.com

Kær kveðja,

Gylfi Blöndal
Tónlistarþróunarmiðstöðin / Hellirinn Tónleikar
Hólmaslóð 2
101 Reykjavík
tel +(354)824.3002
www.tonaslod.is