Viðtal við Arnar Pétursson – Annar af gítarleikurum Mammút

Sp - Spurning
Sv - Svar

Sp: Hvernig fékkst þú stöðu í Mammút?

Sv: Sko ég var eitthvað að leika mér að spila með trommaranum og svo kom söngkonan inn í myndina stuttu seinna, svo hittum við hinar stelpurnar þegar við tókum þátt í undankeppni Samfés í desember og síðan þá höfum við spilað saman. Samt þekktust allar stelpurnar áður.


Sp: Hvaðan er nafnið Mammút komið?

Sv: Kötu (söngkonunni) datt það bara í hug daginn sem við áttum að spila í Söngvakeppni Samfés og við höfum haldið því síðan.


Sp: Hverjir eru þínir helstu áhrifavaldar í tónlist?

Sv: Hmmm… ég kem frá mjög fjölbreyttu heimili hvað varðar tónlist og ég hlusta nú bara á allt frá miðaldatónlist og útí mjög hart rokk bara engir sérstakir sem ég lít upp til nema pabbi bara.


Sp: Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðið Kanada?

Sv: Hehe, pönnukökur með sírópi.


Sp: Þegar Mammút byrjuðu að spila saman, var þá auðvelt fyrir ykkur að útvega hljóðfærum og öðru slíku

Sv: Jamm og já! Áttum flest öll allt sem til þurfti og erum allavega búin að kaupa það sem vantaði núna.


Sp: Hvernig finnst þér íslenskt tónlistarlíf?

Sv: Mér finnst það alveg frábært bara, mjög mikið að góðum hljómsveitum og krakkar líka ófeimnir að búa til tónlist og koma henni á framfæri.


Sp: Hvað er markmið hljómsveitarinnar Mammút?

Sv: Bara semja og spila tónlist sem okkur finnst skemmtó!


Sp: Hefur eitthvert ykkar lært á hljóðfæri?

Sv: Jább, ég er að læra á klassískan gítar og Andri trommari að læra á trommur, en stelpurnar sjálfmenntaðar að mestu leyti.


Sp: Stendur til að gefa eitthvað út?

Sv: Nei, alls ekki á næstunni allavega. En það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér.


Sp: Hvað er uppáhalds hljómsveitin þín?

Sv: Þoli ekki þessa spurningu… engin


Sp: Hver semur textana?

Sv: Kata (söngkona)


Sp: Er það satt að þið eigið bara 3 lög?

Sv: Nei við eigum 4 sko. Eigum líka nokkur bara hálfkláruð og í höfðinu á okkur og svona.


Sp: Hvaða íslenskar hljómsveitir finnst þér standa uppúr?

Sv: Hmmm…ég hlusta mikið á Brain Police og svo líka Búdrýgindi sem mér finnst snilldarhljómsveit.


Sp: Hvað finnst þér besta Mammút lagið?

Sv: Það er lag sem ég er með í hausnum núna en hefur ekki ennþá komið út þaðan.


Sp: Er Motörhead fæðutegund?

Sv: Nei, það er hljómsveit.


Sp: Hvað er uppáhalds platan þín í augnablikinu?

Sv: L.A. Woman með The Doors


Sp: Hvað finnst þér um Bítlana?

Sv: Mér finnst þeir snilld sko! Svona hljómsveit sem maður getur alltaf hlustað á sko, færð ekki leið á þeim.


Sp: Hvað hefuru lengi spilað á gítar:

Sv: Síðan ég var 12 ára, s.s. 4. veturinn minn


Sp: Spilaru á önnur hljóðfæri en gítar?

Sv: Ekkert að ráði


Sp: Nú er viðtalið á enda, hefuru eitthvað að segja að lokum?

Sv: Bara… 2+2 = 5


Þökkum Arnari fyrir…