Hljómsveitin Ópíum var stofnuð árið 1999 á Akureyri af þeim Hrafnkeli Brimari Hallmundssyni, Davíð Þór Helgasyni, Sverri Páli Snorrasyni og Hjalta Jónssyni. Löngu síðar breyttist Nafnið í Núll & nix og loks í KANIS. Þetta er allt sama hljómsveitin, ekkert breyttist nema Nafnið.

Davíð og Sverrir voru í hljómsveit á Akureyri með manni að nafni Andri sem söng og spilaði á gítar. Þetta var í kringum 1996. Andri kynntist Hrafnkeli í MA haustið 97 og hann gekk í sveitina. Svo kynntist Hrafnkell Hjalta gegnum sameiginlegan vin, en hafði heyrt hann syngja í kór MA. Hjalti kom í sveitina, sem spilaði þá einhver konar poppmúsik.

Andri hætti vegna tónlistarlegs ágreinings 1999. Þá stofnuðu hinir Ópíum sem nú heitir Kanis. Þá tók við að spila hér og þar og oft var það í M.A. Árin 1999 og 2000 spiluðu þeir í M.A. á tónleikunum “Ljós í myrkri”.

Síðan þá hafa þeir spilað í At á Rúv, í öruglega fyrsta þættinum. Af hljómsveitum sem að þeir hafa spilað með má nefna Botnleðju, Utangarðsmenn, Shiva, Mínus, Changer, Anubis, Coral, Daysleeper, Bob, D.U.S.T, Toymachine, Brain Police, Dead sea appleog Skytturnar. Árið 2000 tóku þeir upp Demo á Dalvík.

Á árshátíð MA í des 2000 kynntist Hrafnkell Kidda rokk(Kristni Sturlusyni) Sumarið 2001 tók hann upp demó með Kanis. Samstarfið gekk svo vel að það var ákveðið að Kiddi skyldi taka upp fyrstu Breiðskífu Kanis: Tónmennt fyrir byrjendur, sem kom út í lok nóvember 2003
Mikið af upplýsingum fengnar frá Hrafnkeli gítrleikara, takk fyrir Keli!