Mínus Mínus er ein albesta hljómsveit sem ég hef heyrt í, og án nokkurs vafa uppáhaldshljómsveitin mín um þessar mundir og mín uppáhalds íslenska hljómsveit frá upphafi íslenskrar tónlistar. Þeir mínus menn hafa gefið út 3 breiðskífur* og hér um árið.. þegar þeir voru ekki celebar gáfu þeir út demoplötu sem mér finnst persónulega mjög nett efni sko, er með lög sem komu líka við sögu á Hey Johnny!, sem er náttúrulega bara eðal, því að Hey Johnny! er náttúrulega eðal plata sko. Árið 1999 tóku mínusliðar þátt í músiktilraunum (ég er ekki viss hvort þeir hefðu tekið áður þátt) og gerðu sér lítið fyrir og unnu keppnina. Í kjölfarið fylgdi diskur að nafni Hey Johnny!. Einsog bönd sem vinna músiktilraunir fengu þeir að spreyta sig á tónleikum oftar en einusinni. Og ég verð að segja það að þegar JCB var ókominn út var æðislegt að sækja tónleika að fá útrás við gömul góð lög einsog kolkrabbinn og fleiri. Ég var aldrei neitt mikill aðdáandi mínuss í fyrstu, heldur var ég dreginn á tónleika og þegar ég kom líkaði mér strax við og fór að sækja fleirri og fleirri tónleika. Þetta voru eðal tímar. En þegar JCB kom út Fór ég að mæta sjaldnar, keypti mér diskinn og laggðist í dvala. En það var rétt áður en JCB kom út að Mínus spiluðu í höllinni áður en Suede Steig á svið, en Flaming Lips og Thievery Corporation áttu líka að koma fram. Mínus menn spiluðu fyrir einhverjar 15 hræður sem voru þarna til að sjá popparana í Suede sem héldu bara fyrir eyrun á sér af óánægju. Mínus menn tóku ekki vel í þetta og segir sagan að þeir hafi hellt sig fulla og rústað einhverju herbergi í höllini. Einhver orðrómur fór af stað að þeir hefðu sagst aldrei ætla að spila í höllinni aftur. En það var víst bara tómt bull og tóm þvæla því þeir tróðu all svakalega upp fyrir muse og var ég staddur þar til að sjá mínus menn. nokkru áður en þeir hituðu upp fyrir muse gáfu þeir út Plötuna Halldór laxness sem er bara meistarastykki út í eitt!. að vísu breyttist tónlistarstefnan til muna, þeir eru ekki eins harðir en eru 100 sinnum betri!!!.. fyrst þegar ég heyrði orðróminn um að breytt tónlistarstefna mínus væri á leiðinni var ég ekkert svo ánægður, en útkoman var MIKKLU betri en ég bjóst við. Enda fær Halldór laxness líka frábæra dóma og eru mínus menn iðnir við að túra um útlöndin. En ég vil bara enda á að segja að HALLDÓR LAXNESS er mín uppáhalds plata og sennilega margra íslendinga, enda ekki skrítið. Mín lokaorð verða þá bara: “Kaupið allar plötur mínuss þær eru allar eðal efni og eiga allar heima í plötuspilaranum ykkar”


Smá fróðleikur:

Mínus eru:

Söngur: Krummi
Trommur: Bjössi
Bassi: Þröstur
Gítar: Frosti
Gítar: Bjarni

En áður en Þröstur kom í hljómsveitina var kumpáni að nafni Ívar þar.. en hann hætti eftir JCB og Þröstur kom inn

Á Jesus Christ bobby er lag sem heitir Pulse og er það soldið gaman af því að segja að það er sungið af honum Frosta. Allveg eðal lag einsog öll hin á plötunni.

*Hey Johnny! -1999
*Jesus Christ Bobby -2000
*Halldór Laxness -2003

Í lokinn vill ég benda á heimasíðu Mínuss, www.noisyboys.net