Horfðu á Bubba á Þorláksmessu Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens verða venju samkvæmt haldnir nú fyrir nú jól. Bubbi var lengi vel á Borginni en nú verða tónleikarnir á NASA við Austurvöll. Þessir tónleikar hafa jafnan mælst vel fyrir í jólaundirbúningnum og tónleikarnir nú eru þeir 20. í röðinni. Uppselt er í forsölu en um eitthundrað miðar verða seldir á staðnum.

Þeir sem ekki fá miða geta horft á tónleikana á <a href="http://www.tonlist.is“ target=”_blank">Tónlist.is</a> en bryddað var upp á þeirri nýbreytni í haust að sýna beint frá tónleikum íslenskra listamanna heima og heiman. Tónleikar þessir eru orðnir nokkrir tugir og ekkert lát á því. Yfir hátíðirnar verður streymt frá nokkrum tónleikum sem nánar verða auglýstir síðar. Þessar útsendingar hafa mælst sérstaklega vel fyrir, einkum hjá fólki sem býr fjarri tónleikastað. Tónleikum Bubba verður einnig útvarpað á útvarpsstöðinni Bylgjunni.