Það var ég sem sendi inn Purrk Pillnikk könnunina sem stóð mjög stutt yfir og ég fékk ekki einu sinni að kjósa. Þar sýndi að helmingurinn vissu ekki hverjir þessi frábæru menn voru, þannig hér er plötugagnrýni á meistaraverkinu Ekki Enn, fyrstu breiðskífu hljómsveitarinnar. Ég vona að þetta fer á plötugagnrýni-dálkann ég kann ekki alveg að seta það þar inn.

Það sem einkenndi Purrk Pillnikk var mjög einföld og óflókin stutt pönk-lög með gargi Einars Örns, söngvari. Þetta er uppáhalds íslenska hljómsveitin mín ásamt Botnleðju. Textar Einars eru hreint frábærir og hefði hann sungið venjulega væri þessi hljómsveit ekki þar sem hún er í dag. Þetta var algjörlega einkennandi fyrir þá.

Ekki enn byrjar á laginu Svefnpurrkur, sem byrjar á einföldu bassa-riffi, svo þegar viðlagið kemur verður ekki aftur snúið, frábært lag og söngurinn hjá Einari er ómetanlegur en svo endar lagið skyndilega en það var mjög einkennandi hjá þeim félögunum. Platan er 35 mínútur á lengd og það eru 17 lög á henni.
Lag númer tvö er mjög skrýtið og sérstaklega textinn og svo í enda lagsins hrópar Einar STOPP! og þá endar lagið sem er bara 55 sekúndur.
Textar Einars einkennast af útilokun, berskjöldun og daglegum atburðum, en textarnir hans eru samt meira eins og ljóð, það rímar aldrei og er aldrei fast í neinni laglínu og það er mjög sjaldan að það er hægt að syngja eða humma með. Þriðja lag er titillag plötunar, þetta lag er alveg yndislegt, ,,Ekki enn, ekki enn fullkominn“.
Fjórða lagið Grimmd, fjallar um hinn reiða unga mann þar sem þeir voru eitthvað um 19. árið þegar þeir voru í hljómveitinni. ,,Ég verð grimmur” Trommuleikurinn er mjög skemmtilegur, er þetta bara ég eða er þetta frábær trommari hann Ásgeir, sem varð seinna ballett-dansari og er það enn held ég.
Gluggagæjir er stutt en gott. Gítarleikurinn er skemmtilegur og textinn fjallar um girnd fólks í slúður (skilst mér) og erfitt líf í höfuðborginni.
Lag númer sex er stóra eplið, besta lag Purrksins að mínu mati, það er hægt að hlusta á það endalaust, ég hef nefnilega gert það. Gítarleikurinn er mjög skemmtilegur, bæði riffið fræga og líka á meðan Einar er að syngja. Textinn fjallar um berskjöldun og um hvernig Einar er alltaf í sviðsljósinu og fólk veit allt um einkalíf hans. Textinn fjallar líka um sjálfsmorð skilst mér. Frábært lag.
Faterland heitir næsta lag og er mjög langt miðað við hin Purrk-lögin. Þetta er lag er óður til föðurlandsins. Lagið er líka eitt af mínum uppáhalds Purrk-lögum, hvernig það magnast upp er ómetanlegt og eins-atkvæðis söngur Einars er mjög flottur.
Nafn er lag um útskúfun, dáldið eins og framhald af laginu John Merrick sem var á fyrstu plötunni þeirra Tilf.
Trommutakturinn er mjög skemmtilegur hjá honum Ásgeiri í Hvað get ég gert. Það sést greinilega að Einar lítur ekki á sig sem söngvari því það stendur aftan á plötunni Einar Örn:tjáning. Hann tjáir sig í lögunum og í þessu lagi tjáir hann sig um ráðaleysi.
Útilokaður er fyrsta lagið sem ég heyrði með Purrk Pillnikk og það var ást við fyrstu sýn (eða heyrn frekar). Hérna fjallar um Einar um mjög hversdagslegan hlut, um að vera að læstur úti. Hver hefur ekki í lent í því en hann fjallar um það svo djúpt og það fær listræna mynd á sig. Yndislegt.
Undantekning er skemmtilegt lag með enn og aftur flottum trommuleik hjá dansaranum Ásgeiri. Einar talar um að deyja fyrir sinn málstað, pönkið? Það er stundum erfitt að skilja textana hjá honum.
Næsta lag á að heita Vondur Strákur, samkvæmt plötu-umslaginu en Vondur Strákur er greinilega númer 14, ég held að þetta lag heitir Án nafns eða kannski ekki. En þetta er Purrkurinn eins og hann leggur þar sem Einar öskrar að áheyrendum TIL HELVÍTIS MEÐ YKKUR, eins og hann gerði á tónleikum. Purrkur Pillnikk var mjög mikið tónleika-band og spiluðu á 52 tónleikum minnir mig á sinni stuttu lífstíð og Einar átti í mjög náið samband við áhorfendur meðan hinir í hljómsveitnni stóðu eins og styttur á sviðinu með hausinn á kafi í gítarhálsunum.
Þetta lag á að heita Án nafns samkvæmt umslaginu en það heitir Lofthræðsla held ég. Þetta lag einkennsit sf skemmtilegu gítar-riffi hjá Frikka og þetta lag er með það sem kemst mest nálægt gítar-sólói í Purrk lagi en Purrkurinn voru ekki mikið fyrir gítarsóló og fyrirleit þau eiginlega.
Næsta lag heitir Vondur Strákur samkvæmt mínum útreikningum. Yndislegt lag og Einar með frábæran texta eins og alltaf svo er þetta með fáránlega auðvelda bassa-línu hjá Braga en hún þrælvirkar samt. Einar átti í nánu sambandi við áhorfendur á tónleikum og vann úr því og skáldaði mjög oft texta á tónleikum.
Næsta lag En ungur en fjallar um hræðslu við að eldast en Purrk-menn voru allir mjög ungir. Þetta lag endar svo skyndilega eins og einkenndist með þeim.
Draumur er fjallar um þrá unga mannsins í einhverja stelpu og þetta lag fjallar um þrá í kynlíf og margir foreldrar voru líklega hneykslaðir þegar Einar öskar ,,og við liggjum saman í 69“ eða ,,Og við veltumst um gólfið, í sjúkdómínskum svita” frábært lag. En þetta lag rímar að mörgu leiti, eitthvað sem Einar pældi ekki mikið í.
Næsta lag heitir Rotið og er mjög stutt og er endirinn á þessu meistaraverki, ,,Á ég að rota ykkur" endurtekur hann í sífellu. Þetta lag er með flottum gítarleik á meðan Einar segir orðin fimm og þetta er ágætis endir á plötunni.

Platan kom út árið 1981 um þann tíma sem pönkið blómstraði á Íslandi og Rokk í Reykjavík kom árið á eftir held ég. Platan fékk góða dóma hjá gagnrýnendum sem mér finnst reyndar mjög skrýtið en þessi plata fær 5 stjörnur hjá mér. Einstök. Ef þið þekkið einhvern útlending leyfið honum þá að hlusta á þessa plötu, þetta er íslensksta plata sem til er, það verður ekki íslenskara.