Stórtónleikar í Nýheimum Hér er smá sem ég fékk á síðu www.Hornafjordur.is (Sko ég bý á Hornafirði)

STÓRTÓNLEIKAR Í NÝHEIMUM:

Mánudaginn 10. nóvember verða tónleikar í Nýheimum þar sem fram munu koma hljómsveitin Santiago, Hera og Geiri Harðar ásamt hornfirðingunum Védísi Ernu Eyjólfsdóttir og hljómsveitinni Parket. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og er aðgangseyrir kr. 1.000.- Tónleikarnir ganga undir nafninu “Órafmögnuð vegavinn” og eru á vegum European Roadworks Music sem eru Evrópusamtök sem vinna að því að efla kynningu á ungum söngvurum og lagahöfundum.

Hera, Santiago og Geir Harðar voru valin úr hópi umsækjanda á Íslandi til að taka þátt í verkefninu og munu þau ferðast saman um Ísland 6. - 12. nóvember. Samstarfsaðilar á Höfn eru Menningarmiðstöð Hornafjarðar og nemendafélag FAS
Hera Hjartardóttir kom löndum sínum skemmtilega á óvart í fyrra þegar hún gaf út í fyrsta sinn á Íslandi. Platan hét “Not Your Typy” og seldist í um 4000 eintökum jafnframt því sem Hera hlaut íslensku tónlistarverðlaunin sem besta söngkona ársins í febrúar sl. Hera var áður búsett á Nýja Sjálandi þar sem hún hlaut umtalsverða athygli fyrir lagasmíðar sínar.

Hera sýnir nú á sér nýja hlið og gefur út plötu sem hún hefur samið og sungið á íslensku. Platan nefnist “Hafið þennan dag”. Ásamt frumsömdu efni syngur Hera tvö Bubbalög, eitt lag eftir KK og eitt nýtt og áður óútgefið lag eftir Megas. Þessir þrír félagar koma allir við sögu á plötu Heru.

Hljómsveitin Santiagon sendi frá sér sína fyrstu plötu í fyrra og var tilnefnd til “Íslensku tónlistarverðlaunanna” sem “bjartasta vonin”. Hljómsveitina skipa þau Sigríður Eyþórsdóttir söngkona, Oddur F. Sigurbjörnsson trommuleikari, Jökull Jörgensen, bassaleikari og gítarleikararnir Birgir Ólafsson og Ragnar Örn Emilsson.
Hljómsveitarmeðlimir koma úr ólíkum áttum og endurspeglar tónlistin það.

Geir Harðarson er trúbador og tónlistarmaður frá Akranesi. Hann hefur samið eigið efni frá 1996. Upphaflega spilaði hann einungis fyrir sjálfan sig og fjölskyldumeðlimi en er nú æ oftar beðin að koma fram á Akranesi þar sem hann býr. Geir fléttar saman hefðbundinni þjóðlagatónlist og rokki á skemmtilegan hátt.

Védís Erna Eyjólfsdóttir er fimmtán ára Hornfirðingur, sem sigraði söngvakeppni Þrykkjunnar í fyrra. Hljómsveitina Parket er frá Hornafirði og hana skipa söngvararnir Kristján Hauksson, Gunnar Örn Reynisson, Friðrik Jónsson gítarleikari, Rögnvaldur Reynisson bassaleikari og Jón Karl Jónsson trommuleikari.

Þetta verður örugglega skemmtilegt…