European Roadworks Music eru Evrópusamtök sem vinna að því að efla kynningu á ungum söngvurum og lagahöfundum.

Hera, Santiago og Geir Harðar voru valin úr hópi umsækjanda á Íslandi til að taka þátt í verkefninu og munu þau ferðast saman um Ísland 6. - 12. nóvember, en lokatónleikar þeirra í þessari ferð verð í Reykjavík 27. nóvember.

Lög eftir öll þrjú koma út á safnplötu sem gefin verður út með tónlistarfólki frá Ítalíu og Bretlandi og Hera mun síðan halda á Evróputúr með breskum og ítölskum þátttakendum í verkefninu í febrúar 2004.
Þá mun Hera taka þátt á Eruopean Roadworks Music kvöldi á Eurosonic í Hollandi 8. janúar nk.