Góðan daginn notendur

Vegna aðstæðna og persónulegra málefna tel ég sjálfa mig ekki hæfa í að stjórna þessu áhugamáli eins og skildi. Og þar sem ég hef náð takmarki mínu um að koma því í loftið, ætla ég að láta það nægja :)

En ég vil ekki skilja xxvillimeyxx eftir eina með ábyrgðina af þessu áhugamáli, svo hafir þú áhuga á að stjórna skaltu senda inn umsókn hér http://hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=adminumsokn

Hér eru þau skilirði og atriði sem skulu koma framm í umsókninni hafir þú áhuga:

*Aldur (notandi verður að vera orðinn allavega 16 ára)

*Hvort þú hafir lesið allar bækurnar um ísfólkið/galdrameistarann/ríki ljóssins og ef ekki, hvað þú hafir lesið af því

*Hvers vegna þú ert hæfur stjórnandi

og ekki skemmir ef þú hefur sent inn eina eða tvær greinar á huga og sannað að þú sért góður penni.

Með von um skilning :)
teardrop