“Kæru notendur, fyrir hönd stjórnenda /isfolkid vil ég bjóða ykkur öll velkomin á þetta nýja og langþráða áhugamál okkar.
Við vonumst til að sem flestir munu vera ánægðir með þetta framtak og viljum ítreka nokkra hluti hér við ykkur.

1. Skítköst, dónaskapur og niðrandi skilaboð verða ekki liðin og verður þeim eytt tafarlaust. Ítreki notandi ”brot" sitt munum við tafarlaust vísa því máli til vefstjóra og á notandi þá á hættu að vera tímabundið bannaður.

2. Þetta áhugamál er einungis vettfangur fyrir umræðu um Ísfólkið og aðrar bækur eftir Margit Sandemo, efni tengdu öðrum áhugamálum (t.d. /baekur) verður eytt tafarlaust og ekki samþykkt

3. Þeir sem ekki hafa lesið allar bækurnar ættu að vera varkárir hvað þeir lesa og skoða á þessu áhugamáli. Það getur ekki verið gaman að vita hvað gerist í næstu bókum.

Með von um gott samstarf, xxvillimeyxx & teardrop