Ég veit að þetta er frekar stutt og furðulegt, en datt í hug að þetta gæti komið smá umræðu af stað, þar sem enginn er búinn að senda inn grein lengi.

Ég kynntist Ísfólkinu fyrst, minnir mig, á folk.is/nornasaga/, sem getur þó ekki staðist
því sú síða er ekki til.
Ég stakk mér á bólakaf ofan í bækurnar og komst alls ekki upp úr aftur, ég var pikkföst.
En mér var svo sem alveg sama, ég bara las og las.
Verst þótti mér að lesa síðustu bókina, ekki bara af því að þá voru bækurnar búnar, heldur virtist hún eitthvað svo öðruvísi heldur en hinar.
Eftir að hafa lesið bækurnar var ég næstum farin að trúa þeim og leið frekar undarlega.
En svo las ég þær aftur…
Núna líður mér vel og stefni á það að lesa bækurnar þriðja vorið í röð:)

Hver er ykkar reynsla?
Nothing will come from nothing, you know what they say!