Ég var að endurlesa bókina um Sögu, þ.e.a.s. Ástir Lúsífers og skemmti mér konunglega sérstaklega þar sem ég vissi plottið og voru því hlutir sem ákveðið fólk sagði og gerði alveg sprenghlægilegir.
Svo þegar það kom svaka lýsing af Lúsífer í öllu sínu veldi með vængina og alles var það nefnt að hann væri í lendarskýlu og það fór alveg með mig. Ég lá í kasti þar sem ég hafði ekki munað eftir þessu litla smáatriði. Ég rissaði meira að segja upp smá grínmynd af Sögu og honum í blessuðu lendarskýlunni.
Langaði bara að deila þessu með ykkur að ganni :)
kveðja Ameza