Sjæsinn, ég er kominn á bók 33 og á þá eftir nákvæmlega 14 bækur. Vandamálið er að ég er byrjaður í skólanum þar sem ég þarf að lesa Gísla sögu Súrssonar, aðra bók að eigin vali (má ekki vera Ísfólkið) og í ensku 103 þarf ég að lesa The Curious incident of the dog in the night-time. Ég persónulega get ekki hætt að lesa Ísfólkið, þetta var farið að hafa áhrif á vinnuna hjá mér á Golfvellinum en sem betur fer var ég látinn vinna einn á kvöldvöktum þannig að ég gat lesið í friði. Ég held að það muni reynast erfitt að komast í gegnum námslestrarbækurnar án þess að láta truflast af Ísfólkinu.

Ætti ég að…

1. Lesa bækurnar á ógnarhraða í staðin fyrir að njóta þeirra eins og ég hef gert.

2. Geyma þær þar til skólanum líkur.

3. Lesa námsbækurnar og Ísfólkið í einu og eiga á hættu að rugla öllu saman og muna ekki neitt úr neinu.

Hefur einhver lennt í að þetta sé vandamál hjá þeim?