Vanja Lind Af Ætt Ísfólksins *SPOILER* Bók 34 (: Þetta er um Vönju Lind úr bók 33 og þið eruð örugglega að spá í afhverju það er spoiler alert um bók 34, en það er útaf því að staðreyndir sem koma fram í bók 34 eru sagðar í þessari grein

Vanja Lind af ætt Ísfólksins var dóttir Agnetu og Úlfars, sem var sonur Sögu og Lúcífers, hún var hvorki bannfærð né útvalin, engu að síður frábær persóna og mjög mikilvæg því barnabarn hennar var hinn útvaldi.
Vanja fæddist árið 1884. Þegar hún var 11 ára fann hún lítinn næturdjöfulsunga, sem var sonur Lilithar og Tyfons, stormadjöflinum, í herberginu sínu, sem enginn sér nema hún, því hún var afkomandi Lúcífers, hún tók litla næturdjöfulinn að sér og nefndi hann Tamlin, eftir skoskri sögu sem móðir hennar sagði henni. Tamlin var vondur við hana, en hún var mjög góð við hann. Litli næturdjöfulsunginn tók að stækka og Vanja líka, Vanja var orðinn ástfangin af þessum næturdjöfli og öfugt, þótt hann vildi ekki viðurkenna það.
Þegar Vanja var orðin 14 ára sendi fjölskyldan hennar hana til Ömmu sinnar, því þau höfðu áhyggjur af henni, hún var þar í tvö ár, fyrsta árið var hún óhlýðin og þurfti því að vera annað ár, það ár var hún stillt, því henni langaði að komast heim til Tamlins og Fjöldkyldunnar sinnar.
Á meðan hún var hjá ömmu sinni fann hún Petru, afkomanda Christers Grip(Hafgríms) af ætt ísfólksins, Petra var ólétt af bannfærðu barni sem dó í fóstri, Petra svipti sig sjálfsmorði, sem Vanja reyndi að fá hana af. Seinna reyndi Vanja að komast að Dal Ísfólksins í Kirkjuferðalagi, og þar hitti hún Tamlin fyrir utan, hann flaug með hana að hinu fólkinu aftur, þar sagði hún öllum að björn hefði ráðist á hana.
Þegar hún kom aftur heim, var hún ánægð, hennar til mikillar furðu var Tamlin orðinn miklu stærri og þægari og betri. Seinna fer Tamlin með skýrslu til hinna næturdjöflanna og þar er hann tekinn og bundin í álagafjötra sem á ekki að vera hægt að leysa, Marco kemur og segir henni það, hann segir henni líka að barnabarn hennar verði sá útvaldi, Vanja fer til að bjarga Tamlini og gerir samning við næturdjöflanna, að þeir verði frelsaðir úr yfirráðum Þengils hinn Illa. Vanja biður næturdjöflanna um að leysa Tamlin, en þeir neita, hún biður um að fá að hitta hann, og þeir neita líka, þá fer hún til Tyfons, föður Tamlin og segir honum að hann eigi son með Lilith og hún þurfi hans hjálp við að bjarga honum. Þau fara og fá að hitta hann, og hún leysir Tamlin með sannri ást. Hann er reiður og segir að þetta sé allt henni að kenna að hann hafi verið bundinn. Svartenglarnir vilja ekki að Tamlin verði í hýsum manna og næturdjöflarnir vilja ekki sjá hann í hýsum þeirra heldur. Svo það er ákveðið að Tamlin verður að reika um í geimnum.
Vanja samþykkir að giftast trúarbragðakennara sem heitir Frank Monsen, bara til þess að eignast barnið sitt, sem átti að eignast hinn útvalda. Því að hún hélt að hún gæti aldrei hitt Tamlin aftur. Frank er sendur í Trúarboðaferð til Kína í þeirri trú að hann yrði aðeins í eitt ár en þar var hann tekinn til fanga, en kínverjar þora ekki að drepa hann. Þegar hann er látinn laus, verður Vanja óróleg og labbar um skóginn, og sest loks niður þar sem Heikir og Vinga seyddu fram Gráa fólkið, þar heyrir hún Tamlin tala og snýr sér við og þar var hann, hann segir henni að hann hafi leitað að henni lengi, og loksins hafi hann fundið hana. Vanja er hamingjusöm og fer oft til hans.

Svo kemur Frank heim, og er orðinn ófrór af veiru sem hann fékk meðan hann var í fangelsinu. Daginn fyrir Brúðkaupið þeirra fer Vanja til Tamlins og segir honum tíðindin, þau eiga ástríðufulla stund saman og Tamlin gerir Vönju ólétta. Daginn eftir giftist hún Franki.
Níu mánuðum seinna fæðir hún lítið stúlkubarn sem er skírt Christa, Vanja er við það að deyja, en svartenglarnir koma og taka hana með sér í Svörtu Salina til Sögu og Lúcífers og margra svartengla. Það var árið 1910.

Endi
When we drive away in secret