Það var enginn skóli í dag vegna veðurs svo að ég ákvað að skella saman smá grein um hvernig ég byrjaði að lesa Ísfólkið og get ekki hætt

Þetta byrjaði allt á miðvikudegi í skólanum að mig minnir. Þetta var í vikunni eftir sumarfrí og við í bekknum áttum að velja okkur val bók og skrifa um hana ritgerð. Þetta gerðist þá seint í ágúst. Við fórum niður á bókasafnið í skólanum og leituðum að bókum til að lesa og skrifa um. Ég leitaði lengi en fann enga sem mér leist á. Fyrir tilviljun rakst ég á hilluna með bókunum um Ísfólkið. Ég hafði heirt að þetta væru hundleiðinlegar bækur, bara eitthvað svona eins og Rauða serían nema gerðist fyrir mörgum öldum. Ég ákvað að taka eina og athuga hvort að eitthvað væri varið í þetta. Ég ætlaði að taka eina af handahófi, og lenti á bók númer 28. En nei nei, bekkjarsystir mín (sem er harður Ísfólks fan) bannaði mér að taka hana og lét mig byrja á byrjunninni, sem sagt bók númer 1, Álagafjötrar.
Um kvöldið fór ég að lesa hana og festist alveg í henni! Það tók mig rúma viku að lesa hana. Þegar ég komst á bók 2, Nornaveiðar, fannst mér ég þekkja allar persónunar persónulega, Silju, Þengi, Sunnu, Líf, Dag og náttúrulega Ara. Hanna var líka alltaf í uppáhaldi hjá mér. Ég gleypti bók 2 í mig og las hana á 3 dögum. Ég las svo bók 3 um Sunnu á 2 dögum. Og eftir það hefur tekið mig 1-2 daga að klára Ísfólksbók. Nema Vonin, bók númer 4 sem fjallaði um Yrju. Það tók mig sennilega mánuð að klára hana. Þá einhvern veginn fékk ég leið á Ísfólkinu og fannst það leiðinlegt. Ég las heminginn af bókinni og setti hana svo á náttborðið og þar var hún í svona þrjár vikur. Svo þegar ég byrjaði aftur á henni festist ég alveg aftur í Ísfólkinu og hef ekki stoppað síðan.
Ég fékk helling af bókum í jólagjöf, Harry Potter og Rúnatákn þó einhverjar séu nefndar, ég ætlaði að gera Ísfólkspásu og lesa eitthvað að öllum þessum bókum. Ég gat ekki hætt að lesa Ísfólkið, ég les alltaf smá og smá í Rúnatákn öðru hvoru en einhvern veginn get ég ekki hætt að lesa Ísfólkið ! Þetta er orðin fíkn! Svo verð ég sennilega þunglyndur þegar ég loksins klára að lesa Ísfólkið. Í augnablikinu er ég að lesa bók 29, Ástir Lúsífers, um hina ráðavilltu Sögu Símonar, og það versta er að ég á enn eftir 18 bækur og hinar bækunar safna þá bara riki á meðan.

Niður staða mín úr þessari grein er að ég á við fíkn að stríða og þyrfti helst að fá einhverja meðferð til að af Ísfólka mig. En því miður stendur ekkert svoleiðis til boða hér á landi svo að ég verð víst bara að klára bókaflokkinn. En svo tekur náttúrulega Galdrameistarinn og Ríki Ljóssins við :D
(Þetta ofan greynda er grín ef einhverjir skildu það ekki)

Ég mæli með Ísfólkinu fyrir fólk á flestum aldri, svona 11 +. Þetta eru bækur sem allir ættu að lesa einhver tíman á ævinni. Þær að vissu leiti breyta huga manns til allskonar hluta sem koma fram í bókinni og maður veit lítið sem ekkert um og þær eru fræðandi um hvernig folk bjó í Skandinavíu á árum áður, þar að setja fyrir mörg hundruð árum.
Ísfólkið hefur rænt öllum mínum áhuga á Harry Potter og ég skil vel að gamli snillingurinn Margit Sandemo sé mest lesni höfunur Norðurlanda.
Það er nefnilega það.