Jæja, nú ætla ég að bæta einhverju við þetta sem ég skrifaði um daginn. Biðst fyrirfram afsökunar á stafsetningarvillum sem kunna að vera.

En nú er ég semsagt búin að lesa bók nr. 13 og ýmsum spurningum hefur verið svarað. Verð samt að bæta því við að ég er óvenjulengi að lesa þær vegna þess að ég hef þurft að bíða eftir þeim hér á bókasafninu.

Tiril var flutt í kastala á Spáni þegar riddarareglan réðst á þau í bók nr. 5. Þar hittir hún fyrir fyrrum regluriddarann Hinrik Russ von Gera og þau ná að tengjast í eymd sinni og verða vinir. Hann segir henni allt sem hann veit um Sólina og hún kemst að því að það er mikið minna heldur en þau vita án þess að segja honum neitt.
Nýðhöggur og Dýrið eru hjá henni allan tímann henni til halds og trausts, án þess þó að geta gert nokkuð.

Eitt sem ég skil þó ekki, það er afhverju gerðu andarnir ekki neitt þegar ráðist var á þau?? Dýrið hefði örugglega getað gert eitthvað, ég meina andarnir voru þarna, þar sem Móri var svo til nýbúinn að kalla á þá í sambandi við von Graben kastalann. Afhverju gerðu þeir þá ekki neitt þarna strax?

Loksins þegar Móri og vinir hans komast að kastalanum, þá geta Dýrið og Nýðhöggur loksins hjálpað Tiril, þótt hún átti sig ekki á því strax þar sem hún er orðin örmagna af þreytu og verkjum og öðru, eins heldur hún að Móri sé dáinn og Erlingur einnig.
Loksins er henni bjargað og Dólgur kemur með bláa safírinn.

Ég ætla ekki að vera rekja hverja bók fyrir sig bara skrifa sítt lítið af hverju.

Uriel kemur á sjónarsviðið í bók nr.9, hálfengill sem hjálpar Taran í baráttunni á móti hinum illa Sigilion, eðlumaður frá fornöld.
Einnig er riddarareglan á eftir henni til þess að reyna skipta henni fyrir bláa safírinn. Þeir vita hvorugir Sigilion eða Riddarareglan að það hefði verið betra að taka Daniellu.

Á meðan er Dólgur, Móri, Tiril og Villimann á Íslandi og leysa næstu þraut fyrir Skuggann og ná þar með í Rauða Farangílinn. Þeir þurfa hjálp frá íslenskum dreng, Bjarna, til þess að bjarga álfakónginum. Riddarareglan eltir þau þangað og eru það 7 slóttugir menn sem elta þau þvert og endilangt yfir Ísland.

Þegar fjölskyldan er komin aftur saman og á heimleið, þá lenda þau mitt í miðri óeirð og þurfa að sitja kjurr um nokkra daga á sama stað. Riddarareglan hefur sent galdranorn á eftir þeim og unglingarnir fá gistingu í húsi hershöfðingja.
Þar er ýmislegt óhreint og ógeðfellt á seiði sem öll börnin eiga eftir að fá sár á sálu sína.
Þegar því er lokið og þau halda heim á leið ákveða þau að skreppa til Karakorum.

Þar er kastali Sigilions, eðlumannsins frá fornöld og þau höfðu heyrt að þar væru nokkrir Madragar, sem þau vildu bjarga.
Þau ná að bjarga þeim og einnig nokkrum konum sem Sigilion var búinn að ræna og að lokum er honum tortímt af rauða farangílinum. Einnig fynna þau kort sem hjálpa þeim að finna Hliðin sem Skugginn leitar svo að.

Loksins í bók nr.13 fékk ég svarið við spurningunni minni sem ég spurði síðast, þ.e.a.s. hvernig gat andinn ráðist á Neró ef þau voru búin að eyða öllum öndunum úr steintöflunum. Hann kom alls ekki úr steintöflunum heldur úr hlutunum sem Móri,Dólgur, Villimann, Daniella og Leonard fundu í klaustrinu í Táradal og það var hinn illi andi von Graben kardínála.

Þetta er nóg í bili skrifa kannski meir næst.
Afsakið stafsetningavillur og uppsetningu ef hún er ekki nógu góð.

Spotta