Já, meðan ég er að bíða eftir að fá nýjustu Ísfólksbókina þá byrjaði ég að lesa Galdrameistarann. Ég gæti svo sem farið niður á bókasafnið en mig langaði ekki að skemma spennuna og hætta að bíða eftir Ísfólkinu svo eins og ég sagði, ég byrjaði á Galdrameistaranum.

Í fyrstu bókinni er sagt frá Tiril Dahl, ungri lífsglaðri stelpu sem lendir í miklum erviðleikum á heimili sínu þar sem systir hennar fremur sjálfsmorð og “pabbi” hennar reynir að nauðga henni.
Hún kynnist Móra og uppgötvar einnig að einhverjir kallar eru sífellt að reyna að koma henni fyrir kattarnef. Einnig kynnist hún Erlingi Muller sem reynist henni góður vinur í raun. Hún tók að sér svartan væskilegan hvolp á yngri árum sem hún kallar Neró, þegar hér er komið er hann uppvaxinn og stór hundur sem hjálpar henni mikið og verndar.

Ég ætla aðeins að hoppa hérna fram og til baka þar sem ég er búin að lesa fyrstu 7 bækurnar eins og er og koma með nokkrar pælingar eða hugleiðingar eða staðreyndir.

Þar sem ég er komin í söguna er Dólgur orðinn frekar stór partur af sögunni ásamt systkinum hans, þó þau séu ekki eins áberandi eins og er. Regla hinnar heilögu sólar er stanslaust á eftir þeim.
Búið er að taka Tiril til fanga, og eru þeir feðgarnir ásamt Erlingi og Teresu og góðu fylgdarliði að reyna að bjarga henni núna. Þessi ljóti kardínáli lætur þau ekki vera í friði og þau lenda í hverju ævintýrinu á fætur öðru.

Eitt sem ég væri til í að vita, það er hvernig nær kardínálinn að halda sér á lífi allan þennan tíma. Ég veit að hann er göldróttur og allt það en ég væri engu að síður til í að vita það hvernig hann fer að þvi.

Eins, mig langar að vita hvort þessar bækur, Gráskinnurnar 2 og Rauðskinnan séu til í alvöru? Ekki það að ég ætli að eltast við þær en eru eitthvað af þessum rúnum sem virka sem eru í bókinni???
Það væri nú ekkert verra að geta búið sér til draugatákn og sjá drauga :)

Móri náði að eyða restinni af stórmeisturunum sofandi. Afhverju er þá enn einn eftir mörgum árum seinna, þessi sem tekur Neró Kverkataki?? Hvernig fór hann að því að lifa þetta af, semsagt særingarnar?

Jæja mér dettur ekkert annað í hug í augnablikinu svo ég læt hér við sitja :)

Spotta