Ég var að byrja að lesa Ísfólkið, eina ferðina enn eftir nokkurra ára pásu þó. Já, eða pásu og ekki pásu. Segjum frekar pásu á því að lesa alla seríuna í heild sinni. Hef alltaf gripið í eina og eina bók öðru hverju ef hún lendir á vegi mínum.
Eins og margir aðrið þá er ég Ísfólksaðdáandi nr. 1,2 og 3.

Að byrja að lesa seríuna aftur í heild sinni eftir allan þennan tíma, er alveg ótrúlegt. Ég verð fastlega að segja það að ég saknaði þeirra :) þar sem ég er að bíða róleg eftir að jentas klári að útgefa þá les ég fyrstu bækurnar aftur og aftur.

Ég elska Sunnu, hreint og beint get ekki lýst því hvað mér þykir vænt um hana. Silju líka og Þengil hinn góða. Sunna nær samt alltaf að vekja eitthvað í mér. Hvort það er ævintýraþráin eða hvað það er, ég get bara ómögulega svarað því. Auðvitað eru fleiri sem ná að ýta við mér eins og Sunna, t.d. Heikir. Hann er ein stærsta persónan í bókinni að mínu mati.

Ég eiginlega get aldrei fengið nóg af Ísfólkinu, hvað þá Galdrameistaranum eða Ríki Ljóssins, sem ég er mjög sorgmædd yfir að var aldrei klárað að gefa út. Einhverstaðar heyrði ég að það fyrirtæki hefði farið á hausinn en ég er ekki viss.

Þetta eru pælingar mínar í grófum dráttum um Ísfólkið þessa stundina og ég ákvað að deila þeim aðeins með ykkur hérna á áhugamálinu :)

kv.
spotta